F-331
Hér áður fyrr voru öðruvísi númer á bílum og farartækjum.
Það sem mér fannst skemmtilegt við þessi gömlu bílnúmer var það að það var hægt að þekkja hvaðan bílarnir voru á bílnúmerunum og enn þann dag í dag muna menn hverjir áttu hvaða bíl út frá bílnúmerinu.
Eitt bílnúmer er mér sérstaklega minnistætt en það númer átti frændi minn hann Björn Magnússon, alltaf kallaður Bjössi Magg vörubifreiðarstjóri. Það var númerið F-88. Stundum var Bjössi frændi reyndar kallaður Bjössi á báðum áttum og þá að sjálfsögðu var þetta bein tilvitnun F-88 bílnúmerið. Það kæmi mér reyndar ekki á óvart þó að hann hefði fundið þetta nafn upp á sig sjálfur þó svo ég viti ekkert um það. Ég man vel eftir Bjössa og ósjaldan fékk maður að fljóta með á vörubílnum F-88 sem var alveg meiriháttar skemmtilegt fyrir unga menn með löggu, flugmanna og vörubílstjóra framtíðardrauma og maður þekkti alltaf bílnúmerið.
En vitið þið hver átti bifreiðina F-331?
Ljósmyndina tók Jóhann Örn Matthíasson
Athugasemdir