Gamla myndin, nöfn og staðsetning
Hér er myndin sem við komum með í gær ókroppuð og ein mynd til.
Mennirnir voru að vinna í turni Siglufjarðarkirkju. Friðrik Hannesson (Rikki) lengst til vinstri, Sölvi Jóhanns í miðið og svo Jón Dýrfjörð lengst til hægri.
Ég persónulega hélt fyrst að þetta væri Kalli í miðjunni. Eða Karl Jóhann Jóhannsson en samkvæmt því sem kom fram hér í gær þá fer ég eftir því sem mér eldri og vitrari menn segja.
Steingrímur Kristinsson tók þessar myndir. Önnur myndin er tekin með 400 mm linsu og hin er tekin með 800 mm linsu.
Hér er svo hin myndin.
Athugasemdir