Horfin hús

Horfin hús Hér er eitt sem er búið að rífa. Ég man vel eftir þessu húsi og þá var þetta hús notað undir æskulýðsstarfsemi. Þarna var oft mikð fjör,

Fréttir

Horfin hús

Hér er eitt sem er búið að rífa.

Ég man vel eftir þessu húsi og þá var þetta hús notað undir æskulýðsstarfsemi. Þarna var oft mikð fjör, snóker, píluspjöld og fleira skemmtilegt á neðstu hæðinni og svo spil, tölvuspil, bækur og fleira. Og svo að sjálfsögðu var annað slagið diskó þarna með neon ljósum og diskó kúlu. Virkilega góðar minningar.

Einhver sagði mér að útvarpsstöð hafi verið þarna til skamms tíma, líklega útvarp Æskó og hugsanlega eru loftnetin sem eru á húsinu einhver hluti af þeim búnaði sem var notaður við útvarpið. Og þarna voru líka nokkrar hljómsveitir sem stigu sín fyrstu hljómsveitarspor. Fyrir stuttu síðan var ég að ræða við Hilmar Elefsen um hljómsveitirnar sem æfðu á efstu hæð i þessu húsi og nokkur nöfn komu inn í umræðuna í sambandið við það, eins og Draumurinn eða Draumarnir, man ekki alveg hvort það var, Max og fl.

Eitt af því eftirminnilegasta sem ég man eftir var að þarna voru stofnuð skátasamtök. Þar var úrval góðra drengja á ferð, ég man hins vegar ekki eftir því að mikið af stúlkum hafi verið í þessum skátahóp. En allavega var þetta stofnað og það voru keyptar peysur og menn voru skráðir samviskusamlega í skátaflokkinn sem gekk um stundum í hópum um bæinn til að reyna að finna einhver góðverk til að sinna.

Fljótlega fækkaði nú eitthvað góðverka-áætlunum skátahópsins og kvartanir fóru að berast til skátahöfðingjanna. Þannig var nefnilega mál með vexti að þessi svokallaði skátahópur vappaði hress og kátur um bæinn og stal hugsanlega sælgæti, videóspólum og öðru lauslegu sem aðrir voru kanski ekki að nota akkúrat þá stundina. Meiningin var nú ekki ill, heldur gerðist þetta meira svona í hita augnabliksins og menn hugsanlega mönuðu hvern annann upp í vitleysunni. Mig minnir að nafnið á skáta-þjófa-flokkinn hafi verið "Grænjaxlar". Kanski hefði nafnið frekar átt að vera "Oliver Twist og félagar".  

Þegar maður hugsar um þetta var þetta líklega ekki ósvipað Oliver Twist hópnum fræga og stórskemmtilega. Ég ætla nú ekki að reyna að telja neina upp í þessum "Oliver Twist" skátahóp. En allavega held ég og reyndar veit ég að þessir heiðurspiltar sem voru í "Oliver Twist" hópnum svokallaða hafa ekki haldið "eitt sinn skáti, ávalt skáti" í heiðri þegar kemur að þjófnaði á sælgæti og videóspólum. Heldur eru þetta allt úrvalsdrengir í dag og strangheiðarlegir eftir því sem ég bezt veit.

Ég hef svosem ekki leitað mér upplýsinga um þetta hús nánar, en ef ég er ekki að rugla þá var þetta gamla Hertervig húsið. Annars ætla ég að lofa ykkur að koma með upplýsingarnar um það í hvað húsið var notað áður en æskulýðsstarfsemin og "Oliver Twist" hreyfingin voru með þarna með starfsemi.

Glæsilegt hús sem er alveg synd að hafi verið rifið niður.


Athugasemdir

24.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst