Myndir úr safni Magnúsar Árnasonar. Myndir 2
Hér koma myndirnar frá Magnúsi sem hann tók í kirkjuturninum.
Hér fyrir neðan er smá texti frá Magnúsi.
"Þessar tvær myndir eru teknar út um gluggana á kirkjuturninum. Ég man þegar ég fór þarna upp, Vignir var hringjari og var að hringja til messu og hann lofaði mér að koma upp og taka myndir. Þarna er fólk á leið til messu. Ég veit ekki hvaða ár þetta hefur verið en gaman væri að fá fólk til að giska á það".
Það væri gaman ef þið gætuð giskað á ártalið þegar myndirnar voru teknar en eins og Magnús segir sjálfur í texta sem hann sendi með myndunum þá sér hann ekki betur en að síldarleitin sé farin (fór í snjóflóði) og gamla sjúkrahúsið stendur enn.
Hvað segið þið, getið þið áttað ykkur á einhverjum kennileytum þarna?
Mynd 1.
Mynd 2.
Athugasemdir