Grænt Grænt og aftur Grænt

Grænt Grænt og aftur Grænt Græn boost eru það allra vinsælasta um þessar mundir og boostar landinn sem aldrei fyrr.

Fréttir

Grænt Grænt og aftur Grænt

Allt er vænt sem vel er grænt
Allt er vænt sem vel er grænt

Græn boost eru það allra vinsælasta um þessar mundir og boostar landinn sem aldrei fyrr. 

Ég setti mig í samband við vinkonu mína Steinunni Aðalsteinsdóttur Heilsumarkþjálfa hjá Heilsu Hóteli Íslands og fékk ég ýmsar upplýsingar varðandi græn boost.
 
Það sem skiptir máli við gerð þessara drykkja er að hafa ekki of mikið af ávöxtum á móti grænmetinu það á að vera ca 1/3 af ávöxtum þvi við viljum ekki of mikinn ávaxtasykur.
 
Gott er að nota grænkál, spínat, avacado, brokkolí, gúrku, sellerí eða hvað sem ykkur dettur í hug að nota "allt er vænt sem vel er grænt" en þetta hér að ofan er mjög oft notað.
 
HSA_2014.03.10_GRAENT_GRAENT
 
Þeir sem eru að byrja í grænum drykkjum þurfa oft lengri tíma til að minnka ávaxtamagnið en hægt og rólega ætti það að komast í rétt hlutfall.
 
Það er frábært að nota engifer út í drykkinn því það gefur góða orku og hefur bólgueyðandi virkni. Sítróna er einnig góð hún hefur basísk áhrif á líkamann og hjálpar líkamanum að losa sig við eiturefni.
HSA_2014.03.10_GRAENT_GRAENT
 
Ef grænt boost er notað sem máltíð (morgunmatur, hádegismatur eða kvöldmatur) þá er nauðsynlegt að hafa eitthvað próteinríkt  með td. chiafræ eða hampfræ og svo góða fitu eins og úr valhnetum, avacado eða hörfræjum.
 
Trefjarnar úr grænmetinu virka eins og uppþvottarbusti á ristilinn, og öll viljum við hafa allt í góðu standi þar.
 
Nú er bara að skella blandaranum í samband og byrja að boosta.

Athugasemdir

21.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst