Matgæðingur vikunnar
Matgæðingar vikunnar eru hjónin Silla og Sævar (Sigurlaug þ. Guðbrandsdóttir og Sævar Guðjónsson)
Hér kemur gæðauppskrift af hægelduðum gæsabringum.
Við skorum á Pálu og Bigga að koma með uppskrift fyrir miðvikudag í næstu viku.
Hægelduð gæsabringa með sætu balsamik og bláberjum
120 g sykur
50 ml balsamik edik
Graslaukur
100 g smjör
150 g bláber
4 stk hreinsaðar gæsabringur um 200 gr stykkið
4 hvítlauksgeirar
Timian
80ml olifuolía
Svartur og hvítur pipar
Bræðið sykurinn í potti við vægan hita þangað til hann er orðinn ljósbrúnn. Setjið bláberin í pottinnn og eldið í sykrinum í 10 mínútur. Þar næst er smjörinu og balsamiki bætt út í, eldað í 20 mínútur til viðbótar og smakkað til með sjávarsalti og hvítum pipar úr kvörn.
Setjið gæsabringurnar inní 80 gráðu heitan ofninn í 60 mínútur, takið þær út úr ofninum og setjið á heita pönnu með olíu. Brúnið gæsina á annari hliðinni og setjið svo balsamikblönduna og hvítlaukinn á pönnuna ásamt smjörinu. Látið freyða og ausið yfir bringuna á meðan. Kryddið til með sjávarsalti og svörtum pipar úr hvörn.
Athugasemdir