Matgæðingur vikunnar

Matgæðingur vikunnar Matgæðingar vikunnar eru hjónin Pála og Biggi (Pála Kristinsdóttir og Birgir Ingimarsson)

Fréttir

Matgæðingur vikunnar

Biggi & Pála
Biggi & Pála

Matgæðingar vikunnar eru hjónin Pála og Biggi (Pála Kristinsdóttir og Birgir Ingimarsson) 

Boðið verður upp á kökuuppskrift í þessari viku.....mjög góð.

Við ætlum að skora á Biddý og Jóa sem næstu matgæðinga. 

Döðlukaka með heitri karamellusósu

Kakan:

235 g döðlur

1 tsk matarsódi

120 g mjúkt smjör

5 msk sykur

2 egg

3 dl hveiti

½ tsk salt

½ tsk vanilludropar

1 og 1/3 tsk lyftiduft

Setjið döðlur í pott og látið vatn fljóta yfir.

Látið suðuna koma upp, slökkvið á hitanum og látið döðlumaukið bíða í pottinum í 3 mín.

Bætið matarsódanum saman við.

Þeytið smjör og sykur vel saman og bætið eggjunum í, einu í senn.

Blandið síðan hveitinu, saltinu og vanilludropunum saman við.

Bætið lyftiduftinu út í, ásamt ¼ bolla af döðlumaukinu og hrærið varlega í.

Blandið að lokum afganginum af döðlumaukinu út í.

Smyrjið u.þ.b. 8 cm hátt lausbotna form, sem er 24 cm í þvermál, vel með smjöri og setjið deigið

í það.

Hitið ofninn í 180°C og bakið í 30 – 40 mínútur eða þar til miðjan er bökuð.

Hvolfið kökunni á tertudisk og berið hana fram volga eða kalda með sósunni og léttþeyttum

rjóma.

Einnig má skreyta kökuna með döðlum (eða kannski jarðarberjum?)

Karamellusósan:

120 g smjör

115 g púðursykur

½ tsk vanilludropar

¼ bolli rjómi

Setjið allt hráefnið saman í pott og látið suðuna koma upp.


Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst