Matgæðingur vikunnar

Matgæðingur vikunnar Matgæðingar vikunnar eru hjónin Dóra Sallý og Óli Stellu (Halldóra S. Björgvinsdóttir & Ólafur Þór Ólafsson)

Fréttir

Matgæðingur vikunnar

Óli & Dóra Sallý
Óli & Dóra Sallý

Matgæðingar vikunnar eru hjónin Dóra Sallý og Óli Stellu (Halldóra S. Björgvinsdóttir & Ólafur Þór Ólafsson)

Við ætlum að senda boltann í suðurbæinn til hjónanna Ásdísar og Örnólfs.
Bestu sumarkveðjur
Dóra Sallý og Óli 
 

Frábær Fiskisúpa

1 stk laukur

2-3 stilkar sellerí

100-200gr. sveppir

2-3 stk paprikur

1 stk fennel + 2 tsk fennelduft eða 4-5 tsk duft ef þið fáið ekki ferskt fennel

1 stk blaðlaukur

Allt skorið smátt og látið krauma í góðri olíu (kókosolía mjög góð) á pönnu.

Færið síðan yfir í stóran pott og bætið í :

5 dl vatn

2 dl hvítvín (eða mysa)

2 stk grænmetisteningar

2 stk hænsnateningar

4 msk tómatpúrre

5 hvítlauksrif

1-2 msk karrý (Sonnentor organic Curry sweet duft fæst í Nettó)

4 msk rifsberjasulta

Smá saffran er alveg himneskt ef þið eigið það til J

Látið allt sjóða saman í um 15-20 mín.

Best er að láta þetta síðan standa á köldum stað yfir nótt til að gefa súpunni enn betra og

kröftugra bragð.

Bætið síðan í þetta allt 1 ½ til 2 lítrum af rjóma, og sjóðið í um 5 mínútur, smakkið, og bætið

salti og pipar eða fennel í ef með þarf. Skerið 1 kg af fiski í teninga t.d. þoskur, ýsa, lax,

bleikja, hörpuskel, langa og humar, skellið út í sjóðandi heita súpuna, takið pottin strax af

heitri hellunni og látið standa í um 5-7 mínútur.

Gott er að bera fram þeyttan rjóma og gróft brauð með þessari yndislegu fiskisúpu.

Ef halda á stórt súpupartý er hægt að drýgja hana með nokkum lítrum að fiskisoði,( vatn +

teningar), cayennepipar á hnífoddi, fenneldufti, rifsberjasultu, grænmeti og fiski.


Athugasemdir

30.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst