Þátttakendur REITA kynnast Siglufirði
REITIR fara vel af stað og eflaust hafa Siglfirðingar tekið eftir hópum þátttakenda á ferð um bæinn.
Fyrstu dagana notuðu þátttakendur til þess að kynnast Siglufirði. Þeir fengu leiðsögn um bæinn og fengu að heyra ýmsar sögur af því hvernig er að alast upp á Siglufirði. Á Síldarminjasafninu fengu þeir að heyra betur sögu bæjarins.
Þátttakendur voru afar þakklátir eftir að 9 siglfirskar fjölskyldur buðu þeim í kvöldmat á heimilum sínum. Skipuleggjendur verkefnisins telja þetta mikilvægan hluta að því að mynda tengsl milli bæjarins og þátttakenda.
Þá hafa þátttakendur gengið sjálfir um bæinn og uppgvötvað hann á eigin veg, eins og myndbandið hér að neðan sýnir.
Athugasemdir