REITIR hefjast með BINGÓ!

REITIR hefjast með BINGÓ! Á morgun, sunnudag, munu REITIR hefjast í fimmta sinn. Að því tilefni er öllum bæjarbúum boðið í BINGÓ! í Alþýðiuhúsinu.

Fréttir

REITIR hefjast með BINGÓ!

Á morgun, sunnudag, munu REITIR hefjast í fimmta sinn. Að því tilefni er öllum bæjarbúum boðið í BINGÓ! í Alþýðiuhúsinu.

Vinningar verða ekki að verri endanum,  þar má nefna gistingu fyrir tvo á Sigló Hótel, gjafabréf hjá Hrólfi Rakara, matarpakkar frá Samkaup, vatnslitaverk frá Abbý, lítill skúlptúr frá Aðalheiði S. Eysteinsdóttur og margt annað. Þátttakendur REITA koma einnig með spennandi og skemmtilega vinninga frá sínum heimalöndum. Það verða spilaðar 10 umferðir og er eitt frítt spjald á mann. Þetta verður stutt og skemmtlegt.

Við hvetjum því alla til þess að koma við í Alþýðiuhúsinu klukkan 14:00 og freista þar gæfunnar.

REITIR eru tilraunakennd þverfagleg smiðja sem hefur sitt höfuðvígi í Alþýðuhúsinu. Þátttakendur hefjast handa eftir sunnudaginn og vinna að ýmsum verkefnum sem tengjast Siglufirði með einum eða öðrum hætti. Smiðjunni lýkur með uppskeruhátíð í Alþýðuhúsinu 2. júli þar sem farið verður yfir verkefni smiðjunnar.
REITAskúrinn á torginu

Á torginu í miðju bæjarins er risinn lítill skúr þar sem REITIR munu birta allar upplýsingar tengdar verkefninu. Einnig má að sjálfsögðu fylgjast með viðburðum REITA hér á siglo.is og á facebooksíðu REITA, www.facebook.com/reitir.


Athugasemdir

28.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst