Viðburðakvöld Reita
Alþjóðlega samvinnuverkefnið Reitir verður sett í dag með séstöku viðburðakvöldi í Alþýðuhúsinu. Viðburðakvöldið stendur frá klukkan 20:00 til 22:30 og koma fram nokkrir af þátttakendum Reita og flytja tón-, sjón- og dansverk. Að lokum flytur dj. flugvél og geimskip fjöruga hryllingstónlist með geimívafi.
Þetta er í fjórða sinn sem Reitir eru haldnir og í ár eru það 22 fjölhæfir einstaklingar viðsvegar að úr heiminum sem taka þátt. Hópurinn mun dvelja á Siglufirði næstu dagana til að kynnast bænum og tengjast honum í gegnum hvers kyns verkefni sem þeir skapa sjálfir.
Allir velkomnir í Alþýðuhúsið í kvöld.
Before the First Night from REITIR on Vimeo.
Athugasemdir