Bjóddu skapandi fólki í mat.

Bjóddu skapandi fólki í mat. Í sumar verða REITIR haldnir í fimmta sinn og hefur verkefnið vaxið hratt og örugglega síðan 2012. Við þökkum móttökurnar og

Fréttir

Bjóddu skapandi fólki í mat.

Í sumar verða REITIR haldnir í fimmta sinn og hefur verkefnið vaxið hratt og örugglega síðan 2012. Við þökkum móttökurnar og þátttöku allra sem koma að verkefninu, sem eru fjölmargir í bænum. REITIR í ár hefjast 19. júní og standa yfir í tvær vikur. Þátttakendurnir eru 21 talsins og frá 12 löndum og er meðal aldurinn um 26. Hópurinn mun dvelja á Siglufirði til að kynnast bænum og tengjast honum í gegnum ýmis skapandi verkefni. 

 

Á þriðja degi REITA hafa fjölskyldur í bænum boðið 2-3 þáttakendum í kvöldmat sem gefur þeim skemmtilega og persónulega sýn á bæinn. Við leitum nú að fjölskyldum til að taka þátt í þessu með okkur, en er þetta í fyrsta sinn sem við auglýsum eftir þátttöku bæjarbúa opinberlega. Um er að ræða kvöldmat 21.júní en er fyrirkomulagið undir fjölskyldunni komið. 

 

Endilega hafðu samband í síma 8655091 (Aðalheiður) eða sendið tölvupóst á reitir@reitir.com ef þú vilt taka þátt og bjóða 2-3 þáttakendum í kvöldmat. 

 

Bestu kveðjur,

 

Ari Marteinsson og Arnar Ómarsson, verkefnastjórar REITA.


Athugasemdir

21.janúar 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst