Hálfnað er verk þá hafið er
Fyrri hluta Reita, þar sem hugmyndavinna hefur verið í fyrirrúmi, er nú lokið. Við tekur seinni hlutinn sem snýst um úrfærslu á hugmyndum þátttakenda um Siglufjörð.
Þátttakendur hafa nýtt dagana í könnunarferðir víðsvegar um bæinn. Margir gengu fjöll meðan aðrir sátu kaffihús bæjarins, litu inn á bókasafnið, fóru í fjöruferðir og fl. Farið var á síldarminjasafnið þar sem allir heilluðust görsamlega af sögunni, uppsetningu safnsins og hlutum sem það hefur að geyma. Mikil þankahríð ríkti svo á kvöldin þar sem þátttakendur unnu úr öllum þeim upplýsingum sem þeir söfnuðu yfir daginn.
Hópavinnan hélt áfram, allar hugmyndir voru kynntar og þátttakendur röðuðu sér svo niður á verkefni eftir áhuga. Hugmyndirnar eru margar og misjafnar, svo spennandi vinna er framundan. Nú á næstu dögum má búast við því að þátttakendur verði sýnilegir um bæinn.
Athugasemdir