Flóðalda !
sksiglo.is | Frétta yfirflokkur | 25.10.2008 | 00:02 | | Lestrar 165 | Athugasemdir ( )
Ljósmyndari síðunnar á það til að staldra við og
fylgjast með fuglalífinu á Siglufirði.
Það gerði hann í gær sem flesta daga
Að þessu sinni voru
það nokkrar endur sem voru að háma í sig þaragróður og eða eitthvað sem þar var innan um í árbotninum sem að miklu leiti
var nær á þurru þar sem fuglinn var rétt norðan við gömlu Hólsbrúna.
En þaragróðurinn berst stundum upp í ána á flóðinu.
Horft til norðurs á fylluna |
Friðurinn úti |
Hækkað í ánni |
Skyndilega var matarveislu fuglanna lokið, er flóðöldur, ekki stórar að sjá komu skyndilega upp ána fuglinn átti fullt í fangi með að forðast hinu óvænta ölduróti og innan 2ja mínútna var flóðið komið langt upp fyrir nýju brúna og yfirborð árinnar hækkað um að minnsta kosti 50 sentímetra svo langt sem augað eygði, en snjókoma var og lélegt skyggni.
Talsvert mikið brim var á firðinum og mikið sog og strauma í firðinum
Athugasemdir