Hætt við óvinsæla ráðagerð
sksiglo.is | Frétta yfirflokkur | 05.12.2008 | 00:03 | | Lestrar 206 | Athugasemdir ( )
Í gær sendu stéttarfélögin í Alþýðuhúsinu á Akureyri frá sér eftirfarandi ályktun vegna
svæðisstöðva RÚV
Stéttarfélögin í Alþýðuhúsinu á Akureyri lýsa yfir miklum áhyggjum og harma mjög að hætta skuli útsendingum Svæðisútvarpsins á Akureyri og annarra svæðisstöðva.
Félögin skora á útvarpsstjóra, menntamálaráðherra og ríkisstjórnina alla að draga þessa ákvörðun strax til baka og finna aðrar leiðir til að draga úr rekstrarkostnaði.
Stöðvarnar hafa gengt mjög mikilvægu menningar- og samfélagslegu hlutverki. Landsbyggðin verður sífellt minna áberandi í fjölmiðlum og því er mikilvægt að standa vörð um þessar svæðisstöðvar og halda starfsseminni óbreyttri þannig að þær geti áfram þjónað svæðum þar sem þær
gegna lykilhlutverki. T.d. í fréttaflutningi og í sambandi við tilkynningar, en stöðvarnar hafa ekki síst nýst vel fyrir fyrirtæki og stofnanir til að ná til íbúa svæðanna. Það er slæmt þegar opinber aðili leggur niður störf í þessum mæli við þær aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu.
Stéttarfélögin í Alþýðuhúsinu eru: Eining-Iðja, Félag byggingamanna Eyjafirði, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni, Rafvirkjafélag Norðurlands,
Sjómannafélag Eyjafjarðar og Verkstjórafélag Akureyri og nágrennis
Þá lét samgönguráðherra KLM í fyrirspurnartíma á alþingi í gær megna andúð sýna í ljós á þessari fyrirhuguðu ráðagerð.
_________________________________
Og seinnipartinn í gær dró svo RÚV þessa vanhugsuðu ákvörðun sína til baka.
Heimild: http://visir.is/article/20081204/FRETTIR01/832963198/-1
Stéttarfélögin í Alþýðuhúsinu á Akureyri lýsa yfir miklum áhyggjum og harma mjög að hætta skuli útsendingum Svæðisútvarpsins á Akureyri og annarra svæðisstöðva.
Félögin skora á útvarpsstjóra, menntamálaráðherra og ríkisstjórnina alla að draga þessa ákvörðun strax til baka og finna aðrar leiðir til að draga úr rekstrarkostnaði.
Stöðvarnar hafa gengt mjög mikilvægu menningar- og samfélagslegu hlutverki. Landsbyggðin verður sífellt minna áberandi í fjölmiðlum og því er mikilvægt að standa vörð um þessar svæðisstöðvar og halda starfsseminni óbreyttri þannig að þær geti áfram þjónað svæðum þar sem þær
gegna lykilhlutverki. T.d. í fréttaflutningi og í sambandi við tilkynningar, en stöðvarnar hafa ekki síst nýst vel fyrir fyrirtæki og stofnanir til að ná til íbúa svæðanna. Það er slæmt þegar opinber aðili leggur niður störf í þessum mæli við þær aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu.
Stéttarfélögin í Alþýðuhúsinu eru: Eining-Iðja, Félag byggingamanna Eyjafirði, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni, Rafvirkjafélag Norðurlands,
Sjómannafélag Eyjafjarðar og Verkstjórafélag Akureyri og nágrennis
Þá lét samgönguráðherra KLM í fyrirspurnartíma á alþingi í gær megna andúð sýna í ljós á þessari fyrirhuguðu ráðagerð.
_________________________________
Og seinnipartinn í gær dró svo RÚV þessa vanhugsuðu ákvörðun sína til baka.
Heimild: http://visir.is/article/20081204/FRETTIR01/832963198/-1
Athugasemdir