Héðinsfjarðargöng

Héðinsfjarðargöng Eins og fram kom á vefnum síðasta fimmtudag, þá var ekki unnið við borun og sprengingar í göngunum frá Héðinsfirði. En starfsmenn

Fréttir

Héðinsfjarðargöng

Stórhríð í Héðinsfirði í bakgrunni
Stórhríð í Héðinsfirði í bakgrunni
Eins og fram kom á vefnum síðasta fimmtudag, þá var ekki unnið við borun og sprengingar í göngunum frá Héðinsfirði. En starfsmenn Metrostav hafa verið að vinna við bergþéttingar og fleira í göngunum frá Siglufirði
og eru með menn sína og tæki á þeim vettvangi.
Ekki fór ljósmyndarinn lengra en að gangamunnanum að austanverðum göngunum, rétt til að berja stórhríðina augum, sem inni í Héðinsfirði var.
Í munnanum var grafa frá Háfelli að lagfæra inni við enda ganganna. Nokkrar myndir frá ferðinni eru     HÉR

Þá er það í fréttum að flestir Háfellsmanna tóku sér langt helgarfrí núna og eru á leiðinni til Spánar í sól og yl, og því aðeins nokkrir Háfellsmanna við störf að þessu sinni á svæði Héðinsfjarðarganga.



Ólafsfjarðarmegin fengum við þær fréttir að gangagröftur hefur gengið þar vel undanfarið og lítið vatn að angra þá. Áætluð staða í gangagrefti ímorgun væri 4100 metrar, eða 65 frá síðasta fimmtudegi




Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst