,,Þetta verður flottasta Pæjumótið til þessa

,,Þetta verður flottasta Pæjumótið til þessa Undirbúningur fyrir Pæjumótið er nú í fullum gangi og fyrstu liðin farin að mæta í bæinn. Mótið hefst

Fréttir

,,Þetta verður flottasta Pæjumótið til þessa

Róbert Haraldsson önnum kafinn á skrifstofu sinni
Róbert Haraldsson önnum kafinn á skrifstofu sinni
Undirbúningur fyrir Pæjumótið er nú í fullum gangi og fyrstu liðin farin að mæta í bæinn. Mótið hefst formlega á morgun en undirbúningurinn er búinn að vera langur og strangur.

Það hefur verið í mörg horn að líta við undirbúning mótsins hjá Róberti Haraldssyni framkvæmdastjóra Pæjumótsins  en hann gaf sér þó tíma til þess að ræða við siglo.is.

,,Undirbúningurinn hefur gengið vel en það er búið að vera brjálað að gera. Svona mót gengi aldrei upp ef það væri ekki svona mikið af öflugum sjálfboðaliðum sem eru að vinna frábært starf".

,,Þetta verður flottasta Pæjumótið til þessa". Sagði Róbert sposkur á svip.

Dagskráin verður ekki af verri endanum þó svo að knattspyrnan sé að sjálfsögðu í aðalhlutverki. Fyrstu leikir hefjast kl 08:30 á föstudaginn og leikið verður til 18:30.

Ingó Veðurguð sér svo um að skemmta stúlkunum og öðrum með tónleikum á Torginu um kvöldið.

Knattspyrnan tekur svo aftur við á laugardeginum en um kvöldið verða tónleikar á Torginu þar sem fram munu koma Evróvisjón stjarnan okkar hún Jóhanna Guðrún og færeyska sjarmatröllið Jogvan Hansen.

Úrslitaleikirnir fara svo fram á sunnudeginum og eru mótsslit áætluð klukkan 15:30

Pæjumótið er stórviðburður og eru 95 lið sem mæta til leiks, það gerir um þúsund keppendur og það má búast við um 4000 manns í bæinn vegna mótsins.

Það má því segja að skammtstórra högga á milli í bænum okkar og tekur Pæjumótið við af góðu Síldarævintýri þó vissulega sé um ólíka viðburði að ræða.

Lífið er svo sannarlega í miklum blóma á Siglufirði.





Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst