Menntaskólinn á Tröllaskaga settur í fyrsta sinn
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 21.08.2010 | 20:44 | Bergþór Morthens | Lestrar 850 | Athugasemdir ( )
Menntaskólinn á Tröllaskaga var settur í fyrsta sinn laugardaginn 21. ágúst og voru fjölmargir gestir viðstaddir þessi merku tímamót.
Setningarathöfnin fór fram í Tjarnarborg og flutti Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans ræðu í tilefni dagsins. Auk Láru var fjöldi fólks á mælendaskrá og fékk skólinn margar höfðinglegar gjafir og ber þar helst að nefna milljón króna peningagjöf frá Ramma hf.
Mönnum var tíðrætt um þessi merku tímamót enda loksins runnin upp sú stund að íbúar við utanverðan Eyjafjörð njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda að stunda nám í heimabyggð.
Þetta var fyrst og fremst mikill gleðidagur og var fólk greinilega ánægt með þessi merku tímamót og kemur 21. ágúst 2010 til með að vera merkisdagur í sögu Fjallabyggðar.
Að lokinni skólasetningu í Tjarnarborg var haldið yfir í húsnæði skólans þar sem gjöf frá Háfelli, steinn úr Héðinsfjarðargöngum var afhjúpaður.
Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir blessaði skólahúsið og skólinn var formlega settur af skólameistara.
Að því loknu var opið hús með kaffi, ástarpungum ásamt ís fyrir börnin. Fjöldi fólks tók þessu góða boði og var ekki annað að sjá en að fólk væri ánægt með hvernig til hefði tekist með breytingar á húsnæðinu.
Á mánudaginn kemur tekur svo alvara lífsins við og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá og þar með rætist langþráður draumur íbúa svæðisins.
Fjöldi fólks lagði leið sína á skólasetninguna í Tjarnarborg
Þessir tveir heiðursmenn, Kristinn G. Jóhannsson og Björn Þór Ólafsson voru viðstaddir setningu skólans, en þeir unnu báðir í húsnæði skólans þegar að Gagnfræðaskóli Ólafsfjarðar var þar til húsa. Kristinn G. Jóhannsson myndlistamaður og fyrrverandi skólastjóri gaf skólanum nýverið höfðinglega málverkagjöf og eru nú í skólanum sjö málverk frá honum.
Ráðherra samgöngumála lét sig ekki vanta.
Háfell færði skólanum þennan fallega stein sem kemur úr Héðinsfarðargöngunum og á honum má sjá hvar borað var fyrir dínamíti og hann svo sprengdur úr berginu.
Fólk naut góðra kaffiveitinga, spjallaði og skoðaði sig um í skólanum. Gleðin var svo sannarlega við völd í dag og fögnuðu íbúar Fjallabyggðar þessum merku tímamótum.
Setningarathöfnin fór fram í Tjarnarborg og flutti Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans ræðu í tilefni dagsins. Auk Láru var fjöldi fólks á mælendaskrá og fékk skólinn margar höfðinglegar gjafir og ber þar helst að nefna milljón króna peningagjöf frá Ramma hf.
Mönnum var tíðrætt um þessi merku tímamót enda loksins runnin upp sú stund að íbúar við utanverðan Eyjafjörð njóta þeirra sjálfsögðu mannréttinda að stunda nám í heimabyggð.
Þetta var fyrst og fremst mikill gleðidagur og var fólk greinilega ánægt með þessi merku tímamót og kemur 21. ágúst 2010 til með að vera merkisdagur í sögu Fjallabyggðar.
Að lokinni skólasetningu í Tjarnarborg var haldið yfir í húsnæði skólans þar sem gjöf frá Háfelli, steinn úr Héðinsfjarðargöngum var afhjúpaður.
Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir blessaði skólahúsið og skólinn var formlega settur af skólameistara.
Að því loknu var opið hús með kaffi, ástarpungum ásamt ís fyrir börnin. Fjöldi fólks tók þessu góða boði og var ekki annað að sjá en að fólk væri ánægt með hvernig til hefði tekist með breytingar á húsnæðinu.
Á mánudaginn kemur tekur svo alvara lífsins við og kennsla hefst samkvæmt stundaskrá og þar með rætist langþráður draumur íbúa svæðisins.
Fjöldi fólks lagði leið sína á skólasetninguna í Tjarnarborg
Þessir tveir heiðursmenn, Kristinn G. Jóhannsson og Björn Þór Ólafsson voru viðstaddir setningu skólans, en þeir unnu báðir í húsnæði skólans þegar að Gagnfræðaskóli Ólafsfjarðar var þar til húsa. Kristinn G. Jóhannsson myndlistamaður og fyrrverandi skólastjóri gaf skólanum nýverið höfðinglega málverkagjöf og eru nú í skólanum sjö málverk frá honum.
Ráðherra samgöngumála lét sig ekki vanta.
Háfell færði skólanum þennan fallega stein sem kemur úr Héðinsfarðargöngunum og á honum má sjá hvar borað var fyrir dínamíti og hann svo sprengdur úr berginu.
Fólk naut góðra kaffiveitinga, spjallaði og skoðaði sig um í skólanum. Gleðin var svo sannarlega við völd í dag og fögnuðu íbúar Fjallabyggðar þessum merku tímamótum.
Athugasemdir