Að sitja á háum stall
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 07.08.2013 | 11:00 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 1396 | Athugasemdir ( )
Þeir hafa ekki allir lagt á sig að ganga nýja veginn uppí fjall ofan við Siglufjörð en Magnús Árnason tók gönguna og smellti tveimur myndum af fyrir okkur á sigló.is til að njóta.
Það er hörku ganga að fara þessa leið en útsýnið þanað eflaust vel þess virði og örugglega ekki amalegt að njóta þess úr sæti gröfunnar alla daga á sumrin, meðan þokan spillir ekki fyrir. Vel má sjá á myndinni þar sem Hólshyrnan blasir við í bakgrunni á hversu háum stalli grafan situr.
Við þökkum Magnúsi vel fyrir þessa aflraun.
Athugasemdir