Ætlast til að aðrir fjárfesti líka

Ætlast til að aðrir fjárfesti líka Siglufjörður hefur gjörbreyst á undanförnum árum en þar hefur átt sér mikil uppbygging í atvinnulífinu og ferðamönnum

Fréttir

Ætlast til að aðrir fjárfesti líka

Sigló Hótel
Sigló Hótel
Siglufjörður hefur gjörbreyst á undanförnum árum en þar hefur átt sér mikil uppbygging í atvinnulífinu og ferðamönnum sem heimsækja bæinn hefur fjölgað. Einn maður hefur fjárfest fyrir þrjá milljarða króna í fjölda verkefna í bænum.
 

Ásýnd Siglufjarðar hefur gjörbreyst á fáum árum. Fyrirtæki í eigu Róberts Guðfinnsonar athafnamanns rekur þar kaffihús, veitingastað og hótel. Hann hefur lagt 300 miljónir í byggingu á nýjum golfvelli og uppbyggingu skíðasvæðisins í Skarðsdal. Hátt í þrjátíu manns vinna allt árið hjá fyrirtækjum í eigu Róberts, en yfir sumartímann eru það um það bil helmingi fleiri. Róbert hefur einnig fjárfest í líftæknifyrirtækinu Genis og hann segist stefna að því að eftir fimm ár starfi þar allt að hundrað manns. Alls hefur hann fjárfest í bænum fyrir rúma þrjá miljarða. En hvað finnst íbúum í sveitarfélaginu um framtak Róberts?

„Ég meina maður getur ekkert neikvætt sagt um þetta,“ segir Katrín Freysdóttir. „Hann er bara tilbúin til að styðja sína heimabyggð og gerir það með miklum sóma og er bara með ótal tækifæri og það væri náttúrulega bara synd að nýta þau ekki.“

„Mér finnst þetta mjög jákvætt og skiptir okkur öll miklu máli,“ segir Ragnar Aðalsteinsson. Nú er þetta aðallega einn maður sem hefur staðið í þessari uppbyggingu og lagt mikla fjármuni í það hvað finnst þér um það? „Mér finnst það bara fínt.“

„Ég myndi vilja sjá meiri uppbyggingu í Ólafsfirði sko og helling að hugmyndum sem eru til en vantar oft fjármagn og frumkvæði í það,“ segir Klara Mist Pálsdóttir. „Ef ég ætti helling af peningum þá myndi ég setja þá í uppbyggingu hér.“

En er einhver hætta á að einn einstaklingur eða fyrirtæki sem leggur svona mikla fjármuni verði hreinlega of áhrifamikill í samfélaginu? „Ég hef í raun ekki miklar áhyggjur af þessu sem þú talar um enda byggir atvinnulífið í Fjallabyggð á fleiri stoðum en bara á því sem hann er að gera en við bindum hinsvegar miklar vonir við það að hér verði ennþá meiri fjölgun starfa og hingað flytji fleira fólk og að það verði til afleidd störf,“ segir Steinunn María Sveinsdóttir, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar.

Ætlast til að aðrir fjárfesti líka
„Ég sem áhættufjárfestir sé það að í langtímanum skilar þetta sér. En ef ég hugsa til eins eða tveggja ára verður enginn stórgróði á þessu,“ segir Róbert Guðfinnsson. Hann segir það ekki gott að einn aðili öðlist of mikið vægi í samfélaginu. „Það er ekki spurning að þetta er ekkert heppilegt. Það eru þá bara tvær lausnir á því. Önnur er sú að aðrir fari að gera eitthvað eða þá að við förum að gera eitthvað minna,“ segir Róbert, hann vill að fyrri leiðin sé farin og hyggst fjárfesta áfram. „Þá ætlast ég bara til þess að aðrir fjárfesti hér. Við kærum okkur ekkert um að vera dóminerandi í samfélaginu.“

Mynd og texti tekið af vef: RÚV


Athugasemdir

21.desember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst