Álftirnar komnar aftur.
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 13.09.2009 | 01:56 | | Lestrar 333 | Athugasemdir ( )
Margir hafa tekið eftir því að álftafjölskyldan okkar hefur ekki sést svo vikum skiptir, en nú eru þær komnar aftur. Þær hurfu fyrir fjórum vikum eða um það bil sem skothríðin hófst á Ingvarsbryggju til að fæla burtu mávana.
Það er vitað að endur og margar aðrar fuglategundir fælast skothvelli og fleirum var brugðið. Það sást á farfuglunum sem sóttu Síldarminjasafnið heim á þessum tíma og við sækjumst svo eftir að gisti farfuglaheimili staðarins.
En í alvöru talað - er ekki annað ráð til en þessi stórkarlalega aðferð á kyrrum sumardegi?
Mætti til dæmis ekki setja lok yfir krásirnar í fiskikörunum svo mávarnir hætti að misskilja hlutina þarna á löndunarbryggjunni og gæðaeftirlit fiskiðnaðarins hætti að hafa áhyggjur?
(ök)
Það er vitað að endur og margar aðrar fuglategundir fælast skothvelli og fleirum var brugðið. Það sást á farfuglunum sem sóttu Síldarminjasafnið heim á þessum tíma og við sækjumst svo eftir að gisti farfuglaheimili staðarins.
En í alvöru talað - er ekki annað ráð til en þessi stórkarlalega aðferð á kyrrum sumardegi?
Mætti til dæmis ekki setja lok yfir krásirnar í fiskikörunum svo mávarnir hætti að misskilja hlutina þarna á löndunarbryggjunni og gæðaeftirlit fiskiðnaðarins hætti að hafa áhyggjur?
(ök)
Athugasemdir