Alla Sigga opnar sýningu á Hannes Boy Café
Í gær, föstudag, opnaði Alla Sigga sýningu á Hannes Boy Café þar sem hún skartar 7 glæsilegum listaverkum.
Portret-spítukarlar Öllu Siggu hafa vakið gríðarlegar eftirtektir alveg frá því að hún hóf fyrst að sýna þá árið 1995. Listakonan notar til brúksins afgangs timbur og annað efni sem hefur þegar sögu að geima.
Ótrúlegt er að sjá hvernig listakonunni tekst að draga fram karakter þeirra einstaklinga sem hún er með í huga við smíði verkanna en gestir spá mikið í því hverjir þeir skildu nú vera.
Á Rauðkutorgi sitja tveir karlar og velta fyrir sér mannlífinu á torginu en inni vakir Hannes Boy sjálfur yfir veitingastaðnum og fylgist með gangi mála á þeim stað sem heldur minningu hans á lofti.
Athugasemdir