Árlegt bandýmót á Ólafsfirði

Árlegt bandýmót á Ólafsfirði Sparisjóður Siglufjarðar arkaði eldsnemma af stað síðastliðinn laugardagsmorgun til Ólafsfjarðar klæddir upp sem Fjárverjar

Fréttir

Árlegt bandýmót á Ólafsfirði

Gallvaskir grillmeistarar Sparisjóðsins. Ljósmyndari; GK
Gallvaskir grillmeistarar Sparisjóðsins. Ljósmyndari; GK

Sparisjóður Siglufjarðar arkaði eldsnemma af stað síðastliðinn laugardagsmorgun til Ólafsfjarðar klæddir upp sem Fjárverjar til að taka þátt í árlegu bandýmóti Bandývinafélags Ólafsfjarðar.


Þar mátti beita öllum brögðum til að vinna leikina þar á meðal  múta dómurum að vild. Að sjálfsögðu voru Fjárverjarnir búnir að búa sig vel og sendu yfirdómaranum meðal annars grásleppu og kökur til að fá smá stig í pottinn. Svo var saminn frábært texti sem Bryndís Þorsteins söng svona fallega fyrir yfirdómarann og var henni vel fagnað fyrir sitt atriði.

Fjárverjarnir töpuðu í raun fyrsta leik sínum 3-1 en þökk sé mútunum unnu þeir hann 6-3, næsti leikur var svo unnin með sanngjörnum hætti og komust þeir þá áfram í 8 liða úrslit. Því miður töpuðu Fjárverjar næsta leik í æsispennandi vítakeppni þar sem ekkert annað en heppni réði úrslitum.

Fjárverjar fóru þó ekki tómhentir heim heldur hlutu þeir bikar fyrir bestu múturnar og Óli Guðbrands fékk verðlaunapening fyrir flottasta markið.

Fleiri myndir má sjá hér



Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst