Arnar Björnsson

Arnar Björnsson Það er á allra vitorði að unga fólkið sem annað hvort stundar nám eða vinnu utan heimabyggðar kemur ávalt eins oft heim og það getur,

Fréttir

Arnar Björnsson

Arnas Björnsson sveittur en ánægður
Arnas Björnsson sveittur en ánægður
Það er á allra vitorði að unga fólkið sem annað hvort stundar nám eða vinnu utan heimabyggðar kemur ávalt eins oft heim og það getur,
og á þetta sérstaklega við um jólamánuðina. Sumir taka það rólega í foreldrahúsum og njóta þess að vera heima og slappa af.

En það eru ekki allir sem eyða tímanum á þann hátt er heim kemur.
Arnar Björnsson,  tók sig til og bónaði alla bíla fjölskyldunnar, og tekur síðan einn og einn bíl í gegn frá A til Ö

Bíllinn er allur sprautaður með tjöruhreinsi og það háþrýsti þvegið af.

Svo er hann sápaður, þurrkaður og loks bónaður.
Þar sem hann að eigin sögn er mjög smámunasamur á bletti á bílum þá renni ég aftur yfir allan bílinn með ljósi og finn þá tjörubletti sem eftir eru, og bóna þá burt.

Fólk heldur að það sé auðvelt að ná tjörublettum af bílnum sínum en svo er ekki, þetta er mikið nudd og mikil handavinna.
Út af smámunaseminni er fólk þar með að fá fyrir allan peninginn sem það borgar.
Fólk sem hefur látið hann bóna fyrir sig lætur vel af, þar með er sá sem þetta skrifar. :)
Arnir sækir bílinn ef óskað er.
Arnar verður í bænum til 5. janúar s. 615-1556

Athugasemdir

30.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst