Atvinnumál
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 10.12.2008 | 13:16 | | Lestrar 304 | Athugasemdir ( )
Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar stóð fyrir opnum atvinnumálafundum í Fjallabyggð, í Ólafsfirði í gær og á
Siglufirði í hádeginu í dag
Á fundunum kynntu starfsmenn atvinnuþróunarfélagsins starfsemi félagsins og hvaða þjónusta er þar í boði. Einnig var kynning á Vaxtarsamningi Eyjafjarðar og Sprotasetri Vaxtarsamningsins.
Að loknum kynningum voru opnar umræður um atvinnumál almennt, hver staðan væri í dag og hvert skuli stefna. Heimamenn voru hvattir til að fjölmenna og taka þátt í umræðunum.
Ljósmyndari síðunnar, (sk) mætti í hádeginu á fundinn á Siglufirði í dag og hlustaði með athygli.
Miðað við það sem þar kom fram, hefur verið að tilhlutan þróunarfélagsinsunnið gott starf, og meðal annars hafa nokkur Siglfirsk fyrirtæki notið aðstoðar, þó svo að lítið hafi borið a fulltrúum þeirra aðila á fundinum.
Á fundunum kynntu starfsmenn atvinnuþróunarfélagsins starfsemi félagsins og hvaða þjónusta er þar í boði. Einnig var kynning á Vaxtarsamningi Eyjafjarðar og Sprotasetri Vaxtarsamningsins.
Að loknum kynningum voru opnar umræður um atvinnumál almennt, hver staðan væri í dag og hvert skuli stefna. Heimamenn voru hvattir til að fjölmenna og taka þátt í umræðunum.
Ljósmyndari síðunnar, (sk) mætti í hádeginu á fundinn á Siglufirði í dag og hlustaði með athygli.
Miðað við það sem þar kom fram, hefur verið að tilhlutan þróunarfélagsinsunnið gott starf, og meðal annars hafa nokkur Siglfirsk fyrirtæki notið aðstoðar, þó svo að lítið hafi borið a fulltrúum þeirra aðila á fundinum.
Athugasemdir