Bjarnahátíð á Siglufirði

Bjarnahátíð á Siglufirði Sunnudaginn 7. júlí kl.16:00, við lok þjóðlagahátíðar á Siglufirði, verður vígður minnisvarði um séra Bjarna Þorsteinsson

Fréttir

Bjarnahátíð á Siglufirði

Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari
Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari

Sunnudaginn 7. júlí kl.16:00, við lok þjóðlagahátíðar á Siglufirði, verður vígður minnisvarði um séra Bjarna Þorsteinsson tónskáld og heiðursborgara Siglufjarðar.

Minnisvarðinn er framan við Siglufjarðarkirkju. Einnig verður vígt svonefnt Bjarnatorg, skreytt íslensku stuðlabergi. Myndastyttuna hefur listakonan Ragnhildur Stefánsdóttir gert. Bjarnatorgið er hannað af Fanneyju Hauksdóttur arkitekt. Þór Sigmundsson steinsmiður vann allt steinverkið.

Minnisvarðinn og Bjarnatorgið verða afhjúpuð af gefendum verkanna. Þeir eru Arnold Bjarnason, afabarn séra Bjarna, sem gefur myndastyttuna, og Siglfirðingnum Páll Samúelssyni, sem gefur efni og vinnu við torgið.

Við athöfnina leikur Sigurður Hlöðversson, formaður sóknarnefndar, lagið Blessuð sértu sveitin mín á trompet, úr kirkjuturni Siglufjarðarkirkju. Síðar verður lagið Ég vil elska mitt land sungið af viðstöddum. Bæði lögin eru eftir séra Bjarna.

Séra Vigfús Þór Árnason fyrrverandi sóknarprestur Siglfiðringa fytur ávarp, er fjallar um séra Bjarna og áhrif hans á íslenska menningu. Séra Sigurður Ægisson sóknarprestur Siglfiðringa blessar mannvirkin.

Meðal gesta við athöfnina verða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis og þjóðmenningar ráðherra tengdasonur Siglfirðingsins Páls Samúlessonar gefanda Bjarnatorgs og Siglfirðingurinn Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra.

Gifsstyttan verður afhent í Þjóðlagasetri Bjarna Þorsteinssonar að lokinni athöfn á kirkjutröppunum.

Mynd: Ragnhildur Stefánsdóttir myndhöggvari við frummyndina af styttunni af séra Bjarna Þorsteinssyni.

Texti: Vigfús Þór Árnason


Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst