Blóðugir glæpir á Siglufirði

Blóðugir glæpir á Siglufirði Siglfirska spennusagan Snjóblinda kemur út þriðjudaginn 19. október og verður útgáfunni fagnað í bókaverslun Eymundsson við

Fréttir

Blóðugir glæpir á Siglufirði

Mynd: Veröld bókaútgáfa
Mynd: Veröld bókaútgáfa
Siglfirska spennusagan Snjóblinda kemur út þriðjudaginn 19. október og verður útgáfunni fagnað í bókaverslun Eymundsson við Skólavörðustíg í Reykjavík kl. 17 þann dag.

Þar mun höfundurinn, Ragnar Jónasson, lesa upp úr bókinni og árita eintök. Stefnt er að útgáfukynningu á Siglufirði síðar í sömu viku og verður það nánar auglýst síðar.



Bókin sem kemur út hjá Bókaforlaginu Veröld hefur hlotið titilinn Snjóblinda, en sagan gerist að vetrarlagi á Siglufirði og er líklega fyrsta sakamálasagan þar sem bærinn er notaður sem sögusvið.

Í tilkynningu frá Veröld kemur fram að sagan gerist að stærstum hluta að vetri til í þessum fagra kaupstað við nyrsta haf sem getur orðið býsna ógnvekjandi fyrir aðkomumann þegar snjónum kyngir niður, ófærð stöðvar allt - og myrkrið hvolfist yfir.

Þetta er önnur sakamálasaga Ragnars, en sú fyrsta, „Fölsk nóta”, kom út hjá Veröld í fyrra og hlaut góðar viðtökur og var um tíma í efsta sæti metsölulista Eymundsson.

Það bíða því margir spenntir eftir útkomu bókarinnar og gaman verður fyrir Siglfirðinga að lesa sakamálasögu þar sem sögusviðið er kunnuglegt.

Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst