Blúshátíðin í Ólafsfirði
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 28.06.2009 | 00:01 | | Lestrar 376 | Athugasemdir ( )
Blúshátíð í Ólafsfirði átti 10 ára afmæli nú um helgina.
Árlega síðustu 10 árin hefur Djassklúbbur Ólafsfjarðar haldið fagnað til að upphefja djassinn og hefur stafsemin farið sívaxandi ár frá ári, auk þess sem ýmislegt annað hefur blandast þar inn til yndisauka.
Ekki átti sksiglo.is fulltrúa þar á vettvangi, en einn starfsmanna vefsins átti þó leið þar um á „hraðferð“ í gær, og gaf sér tíma til að stoppa aðeins til að taka meðfylgjandi myndir þar sem fólk var í sólinni sunnan við Tjarnarborg á útimarkaði og hlustaði á tónlist.
Ekki veit fréttaritari hvaða hljómsveit var þarna að þenja strengi og raddbönd, en það hljómaði vel suður fyrir Tjörnina, þaðan sem myndirnar voru teknar.
Árlega síðustu 10 árin hefur Djassklúbbur Ólafsfjarðar haldið fagnað til að upphefja djassinn og hefur stafsemin farið sívaxandi ár frá ári, auk þess sem ýmislegt annað hefur blandast þar inn til yndisauka.
Ekki átti sksiglo.is fulltrúa þar á vettvangi, en einn starfsmanna vefsins átti þó leið þar um á „hraðferð“ í gær, og gaf sér tíma til að stoppa aðeins til að taka meðfylgjandi myndir þar sem fólk var í sólinni sunnan við Tjarnarborg á útimarkaði og hlustaði á tónlist.
Ekki veit fréttaritari hvaða hljómsveit var þarna að þenja strengi og raddbönd, en það hljómaði vel suður fyrir Tjörnina, þaðan sem myndirnar voru teknar.
Athugasemdir