Cleopatra Fisherman á hringferð
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 31.05.2009 | 11:16 | | Lestrar 325 | Athugasemdir ( )
Þessi bátur, Ólafur HF 51 – 2781 er á ferð umhverfis landið, en verið er að kynna bátinn og fyrirtækið sem smíðaði hann.
sksiglo.is fór um borð til að skoða gripinn þar sem hann lá við Togarabryggjuna á Siglufirði.
Þetta er að sjá vel smíðaður bátur, utan sem innan, hlaðinn nýjasta tæknibúnaði til veiða og siglinga.
Héðan fer báturinn til Ólafsfjarðar og síðan á aðrar hafnir við Eyjafjörð og áfram austur, en ferðin hófst í upphafi í Hafnarfirði.
Skipstjóri bátsins er Karel Karlsson og vélstjórinn Jóhann Ólafur Ársælsson.
Nánari upplýsingar um bátinn og honum tengt er hægt að nálgast á vefsíðunum www.cleopatra.is og www.asafl.is
sksiglo.is fór um borð til að skoða gripinn þar sem hann lá við Togarabryggjuna á Siglufirði.
Þetta er að sjá vel smíðaður bátur, utan sem innan, hlaðinn nýjasta tæknibúnaði til veiða og siglinga.
Héðan fer báturinn til Ólafsfjarðar og síðan á aðrar hafnir við Eyjafjörð og áfram austur, en ferðin hófst í upphafi í Hafnarfirði.
Skipstjóri bátsins er Karel Karlsson og vélstjórinn Jóhann Ólafur Ársælsson.
Nánari upplýsingar um bátinn og honum tengt er hægt að nálgast á vefsíðunum www.cleopatra.is og www.asafl.is
Athugasemdir