Dagný Finnsdóttir í föstudagsviðtali

Dagný Finnsdóttir í föstudagsviðtali Dagný Finnsdóttir er öflug ung kona sem lætur að sér kveða þegar kemur að Eurovision söngkeppninni. Íbúðin hennar er

Fréttir

Dagný Finnsdóttir í föstudagsviðtali

Dagný Finnsdóttir
Dagný Finnsdóttir
Dagný Finnsdóttir er öflug ung kona sem lætur að sér kveða þegar kemur að Eurovision söngkeppninni. Íbúðin hennar er öll skreytt í þema sem hún velur fyrir hverja keppni. Stór hópur kvenna kemur í heimsókn og gerir sér glaðan dag og spáir í keppninni.


Hvað er framundan hjá þér

Eurovisionpartý þar sem við vinkonurnar hittumst hérna og borðum góðan mat,drekkum malt og höfum gaman.



Hefurðu oft haldið Eurovisionpartý

Þetta er í 10. skiptið sem ég hef held partý en þemapartý síðan 2004 en núna verða eingöngu konur.



Ertu aðdáandi Eurovision númer 1. á Siglufirði

Nei ertu frá þér, Anna Hermína er verri en ég og á þann titil, hún situr límd fyrir framan sjónvarpið allt kvöldið og spáir í lögin og textana sérstaklega frá Austur- Evrópu. Ég er svona meira fyrir að hafa gaman af öllu saman og sjá um að gestina vanti ekkert enda er ég á þönum allt kvöldið við þjónustustörf.



Hver vann keppnina 1972

Ég hef ekki hugmynd um það enda ekki fædd d þá ha ha ha.



Hvert er uppáhalds lagið þitt sem Ísland hefur sent í keppnina

Það er annað hvort lagið hans Páls Óskars sem heitir............. London París Róm eða eitthvað svoleiðis, einnig var lagið í fyrra mjög gott. Besta keppnin var samt 2004, þá var svakalega mikið af góðum lögum og ekki skemmdi það fyrir þá þegar gríski folinn mætti á svið og Aníta systir datt niður af borðinu í öllum æsingnum.



Hvaða land vinnur keppnina og í hvað sæti lendir Ísland

Já sæll, það koma þrjú lönd til greina sem sigurvegarar Tyrkland, Noregur og Grikkland. Ísland verður í sjöunda sæti segir Dagný Finns og þökkum við henni kærlega fyrir að gefa okkur tíma í smá spjall en þær systur stóðu í ströngu við að skreyta húsið í Húlahúlastíl.




Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst