Deiliskipulagi við Túngötu hafnað

Deiliskipulagi við Túngötu hafnað Mikið er búið að ræða um framtíð gamla malarvallarins hér á vefnum auk þess sem haldnir hafa verið íbúafundir og

Fréttir

Deiliskipulagi við Túngötu hafnað

Þessari tillögu var hafnað
Þessari tillögu var hafnað
Mikið er búið að ræða um framtíð gamla malarvallarins hér á vefnum auk þess sem haldnir hafa verið íbúafundir og fyrirhuguðum framkvæmdum á vellinum var mótmælt kröftuglega fyrr í sumar.

Málið hefur nú verið tekið fyrir hjá skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar og hefur nefndin nú skorið úr um málið.

Fyrir nefndina voru lagðar fram þær athugasemdir sem bárust, þar sem komu fram kröftug andmæli gegn tillögunni. Nefndin hafnaði auglýstri tillögu að deiliskipulagi við Túngötu, þar sem skipulagið fellur ekki að núverandi byggingum og umhverfi. 

Nefndin leggur til að samkeppni verði haldin um skipulagningu svæðisins. Þessi niðurstaða ætti ekki að koma mönnum á óvart miðað við allt sem á undan er gengið, en hvað sem því líður þá er nauðsynlegt að skipuleggja svæðið og ef að á að halda hugmyndasamkeppni þá þarf að drífa í henni.

Þessi umræða um svæðið hefur verið af hinu góða og verður vonandi til þess að gamli malarvöllurinn verði skipulagður í samræmi við nærliggjandi umhverfi.

Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst