Eldur í fiskeldisskemmu

Eldur í fiskeldisskemmu Í hádeginu í dag var lögreglan á Siglufirði, slökkvilið ásamt lækni og sjúkralið hvatt að bænum Lambanes- Reyki, en þar var

Fréttir

Eldur í fiskeldisskemmu

Eldur í flaki olíutanks
Eldur í flaki olíutanks
Í hádeginu í dag var lögreglan á Siglufirði, slökkvilið ásamt lækni og sjúkralið hvatt að bænum Lambanes- Reyki, en þar var kviknað í stórri skemmu, en þar inni var meðal annars rekið fiskeldi.  

Ljósmyndari vefsins varð var við lögreglubifreið og síðar slökkvibifreiðar og elti. Þegar á vettvang var komið klukkan 12:47, var lögreglubifreiðin og menn frá Siglufirði komnir á vettvang.

Stærri bifreiðin frá slökkviliðinu fór strax niður að á sem þarna rennur, en slökkviliðsmenn gerðu dælu og slöngur klárar til að dæla vatni að eldsupptökum, það gekk fljótt fyrir sig og á svipuðum tíma eða klukkan 13:11 kom fyrri slökkviliðsbifreið Skagafjarðar sem var tankbíll á vettvang og slökkvistarfið hófst.

Mikill reykur barst frá húsinu, og virtist eldsupptök hafa orðið í suðurenda skemmunnar. Þar var að sjá lítill eldur, aðalega við inngang þar sem stór hurð hafði verið, en hafði rifnað í tætlur við sprengingu sem þarna hefur orðið, en tætlur hurðarinnar höfðu þeyst í amk 60-70 frá húsinu við annaðhvort súrefnis eða gas sprengingu, en vegna fiskeldisins sem þarna fór fram, var þar inni mikið magn súrefnis á geymum.

Sunnan við húsið þar sem logaði í leifum af olíutank sem greinilega hafði sprungið, en gusur frá honum höfðu kveikt í sinu nokkrum tugum metrum sunnan við húsið.

Hver raunveruleg eldsupptök hafa verið getur undirritaður ekki getið sér til um. (ath. ofanritað er ekki haft eftir neinum ábyrgum aðila, en virðist augljóst.) 
Þegar ljósmyndari fór af vettvangi klukkan 13:22 virtust slökkviliðsmenn hafa náð yfirtökunum.

Sjúkrabíllinn áðurnefndur var kvaddur á staðinn, þar sem óttast var í fyrstu að starfsmaður fiskeldisins gæti hafa verið inni er eldur braust út, en sést hafði til hans á svæðinu nokkru fyrir hádegið, en sem betur fer var hann ekki á staðnum á því augnabliki er eldurinn og sennilega sprengingar áttu sár stað
sk
 Myndir HÉR  (hreifimyndir) og   Stakar myndir HÉR


Athugasemdir

28.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst