Norðlenskt kolaport

Norðlenskt kolaport Aðsent: Ég tók að mér að sjá um að koma á smá kynningu og/eða samböndum milli aðila í neðargreindu máli. Margréti Traustadóttur frá

Fréttir

Norðlenskt kolaport

Smelltu á myndina til að sjá hana stærri
Smelltu á myndina til að sjá hana stærri
Aðsent: Ég tók að mér að sjá um að koma á smá kynningu og/eða samböndum milli aðila í neðargreindu máli.
Margréti Traustadóttur frá Sauðanesi er að fara af stað með risastórt verkefni sem er Norðurport (hið norðlenska kolaport) á Akureyri.
Markaðurinn opnar laugardaginn 6. desember kl 11.00 að Dalbraut 1. Akureyri. 

Ef einhvern tíma hefur verið þörf fyrir svona starfsemi þá er það nú.
Pantanir teknar niður í síma 461-1295 milli klukkan 09.00-12.00 og eftir kl 18.00 vinsamlegast pantið sölubása sem fyrst.

Ég veit að hún hugsar þetta mikið sem vettvang fyrir fólk að koma saman jafnframt því að gera góð kaup.

Hún leggur sál sína í verkefnið og hyggst brydda upp á ýmsum uppákomum og jafnvel hafa sérstaka daga tengda vissum svæðum á landinu (einkum á norðurlandi) þar sem færi gefst á að kynna menningu og listir viðkomandi svæðis samhliða matvöru og öðru sem verið er að bardúsa hverju sinni.

Svona starfsemi gæti hæglega undið upp á sig á alla kanta og það skiptir miklu máli að fara vel af stað.

Símanúmer Margrétar er 461-1295 en hún er einnig með e-mail margr.tr@simnet.is
 
Með góðri kveðju, Vilborg Traustadóttir

ES. Volborg er einnig dóttir Trausta á Suðarnesi við Siglufjörð

Athugasemdir

30.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst