Andmæli vegna deilskipulags gamla fótboltavallarins
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 06.08.2010 | 06:30 | Bergþór Morthens | Lestrar 869 | Athugasemdir ( )
Síðastliðinn miðvikudag rann út frestur til andmæla vegna deiliskipulags á Siglufirði. Guðný Róbertsdóttir, Margrét Þórðardóttir og Jón Steinar Ragnarsson mættu fyrir hönd þeirra sem mótmæltu í Ráðhús Siglufjarðar. Þar afhentu þau undirskriftir 150 einstaklinga sem rituðu nöfn sín í mótmælaskyni gegn nýja deiliskipulaginu.
Skipulagshugmyndin sem mótmælt var gengur út á að þétta byggð með því að koma fyrir tveimur raðhúsum og þremur parhúsum og einu einbýlishúsi miðsvæðis á Siglufirði.
Gert var ráð fyrir fjórum íbúðum í hvoru raðhúsi og því alls 15 nýjum íbúðum á svæðinu sem er skilgreint sem miðsvæði á Aðalskipulagi.
Deiliskipulagstillagan sem mótmælt er:
Þessar fyrirhuguðu framkvæmdir hafa mætt töluverðri andstöðu í bænum, en sitt sýnist þó hverjum og ljóst er að ekki eru allir á sama máli.
Andmælendur hafa bent á ýmsa formgalla í skipulagsferlinu sem meðal annars snúa að skilgreiningu á hugtakinu miðsvæði. Það er skoðun þeirra að deiliskipulagstillaga sem miðar að lágreystri íbúðabyggð samræmist ekki skilgreiningunni á miðsvæði og vísa í skipulagsreglugerð 400/1998, gr. 4.4. máli sínu til stuðnings.
Ásamt undirskriftalistanum var skilað inn tillögu þar sem gert er ráð fyrir almenningsgarði á svæðinu :
Auk þess var afhentur frekari rökstuðningur andmæla við fyrirhuguðu byggingarleyfi á lóð gamla fótboltavallarins.
Þessi mál verða nú tekin fyrir hjá bæjaryfirvöldum og forvitnilegt verður að fylgjast með framvindu málsins.
Það hefur verið skrifað töluvert um þetta mál og greinilegt að fólki er umhugað um svæðið. Áhugasamir geta kynt sér málið frekar á eftirfarandi tenglum:
Hver verður framtíð malarvallains viðTúngötu
Nokkur orð um húsin í bænum
Nýbygging íbúðarhúsa
Um gamla fótboltavöllinn
Athugasemd við tillögu
Framtíð malarvallarins
Athugasemdir