Draumagildrur fyrir martraðir Íslendinga

Draumagildrur fyrir martraðir Íslendinga Í Gallerí Gránu stendur nú yfir myndlistasýning sem vert er að skoða. Sýningin er hluti af eins konar

Fréttir

Draumagildrur fyrir martraðir Íslendinga

Gallerí Grána
Gallerí Grána
Í Gallerí Gránu stendur nú yfir myndlistasýning sem vert er að skoða. Sýningin er hluti af eins konar sýningargjörningi hóps átta listamanna. Umfjöllunarefnið er sótt í ólíka kima hins íslenska lýðveldis, menningu, náttúru og ólíkt rými sýningarstaða sem gjarnan tengjast atvinnusögu þjóðarinnar.

Á sýningunni má finna málverk, skúlptúra, myndskyggnur, ljósmyndir og draumagildrur fyrir martraðir Íslendinga svo eitthvað sé nefnt.

Hópurinn hefur gert víðreist og sýnt í óhefðbundnu sýningarhúsnæði svo sem í hlöðu við Mývatn, í yfirgefnum verbúðum í Ingólfsfirði á Ströndum, í húsnæði gömlu ullarverksmiðjunnar að Álafossi,Gamla kaupfélaginu á Þingeyri og núna í Gránu á Siglufirði.

Listamennirnir sem sýna eru:

Anna Jóa, Bryndís Jónsdóttir, Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Hildur Margrétardóttir,

Hlíf Ásgrímsdóttir, Kristín Geirsdóttir, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Ólöf Oddgeirsdóttir.




Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst