Ferðalangurinn Noel varð landsfrægur á örskotsstundu
Ferðalangurinn Noel villtist til Siglufjarðar í gærdag og upphófst með því mikið ævintýri en flestir fjölmiðlar landsins hafa nú rætt um skemmtilega ferðasögu Noels.
Það æxlaðist þannig að heimilisfang Hótel Frón á laugavegi var rangt stafsett en þegar hann bankaði uppá hjá staðarhaldara á Laugarvegi 18 þá kom Sirrý Kára til dyra. Við það varð til skemmtileg saga af ævintýramanninum Noel sem hefur ætlað að sækja Ísland heim frá því árið 2010.
Sirrý beindi Noel á Sigló Hótel þar sem hann dvelur nú í góðu yfirlæti og hefur verið nokkuð upptekinn af því að svara fjölmiðlamönnum allt frá því hann reis á fætur og uppgötvaði að hann var orðinn "heimsfrægur á Íslandi". Vísir, DV, RÚV, Pressan og fjölmargir aðrir hafa nú fjallað um skemmtilega ferðasögu þessa 28 ára gamla New York búa sem hefur eignast góða kunningja á Sigló Hótel, bragðað á harðfisk og smakkað brennivín.
Athugasemdir