Ferðamálaviðauki, áskorun !

Ferðamálaviðauki, áskorun ! það hefur verið minnst á það áður hér á sksiglo.is hve eftirsóknarvert mundi vera fyrir ferðalanga að komast á einskonar

Fréttir

Ferðamálaviðauki, áskorun !

Austan við Bensínstöð Olís í morgun
Austan við Bensínstöð Olís í morgun
það hefur verið minnst á það áður hér á sksiglo.is hve eftirsóknarvert mundi vera fyrir ferðalanga að komast á einskonar útsýnispall sem gefur þeim sýn í nánd við, og út á sjóinn.

Þá var að vísu bent á grjótgarðinn norðu austur af Öldubrjót. Nú fyrir nokkru gerðu „einhverjir“ lítinn vísir af slíkum vettvangi upp á garðinum austan við Bensínstöð Olís með þokkalegu aðgengi, við mikla hrifningu þeirra fjölmörgu sem heimsótt hafa þetta litla afdrep, slappað þar af eða skroppið til myndatöku.

Ef smellt er á mynd þá birtist hún stærri

Hvernig væri ef sveitarfélagð Fjallabyggð léti smíða í landi af, verkstæðunum í Fjallabyggð. Þeim verði boðið að gera tilboð í varanlega göngubrú austan Öldubrjóts, eftir garðinum endilöngum ásamt rúmgóðu afdrepi fram á sjálfum endanum.
Þar gerður möguleiki til að setjast á bekki, jafnvel kasta með veiðistöng til veiða.

þetta mætti smíða á komandi vetri og setja svo upp að vori. Það er enginn vafi á að þessi möguleiki til afþreyingar yrði notaður ekki aðeins af ferðafólki, heldur einnig heimafólki.

Þá er ekki útilokað að finna mætti stað í Ólafsfirði sem gegndi svipuðu hlutverki.
Smíðin kæmi atvinnumöguleikum til góða á komandi vetri.

það þyrfti einnig að snyrta aðgengið eitthvað, meðal annars láta eiganda skipsflaksins sem er orðið flestum til ama þarna við öldubrjótinn.

Hafnarnefnd ætti ekki að vera í vandræðum að skipuleggja svæðið og aðgengið, ef grænt ljós kæmi frá Bæjarstjórn.
(sk)

Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst