Fjallabyggð í sókn

Fjallabyggð í sókn Fræðandi fundur um þá uppbygginguna sem í gangi er á Siglufirði var haldinn á Rauðku í gær þar sem fullt var út úr dyrum. Voru þar

Fréttir

Fjallabyggð í sókn

Opinn fundur í Rauðku
Opinn fundur í Rauðku

Fræðandi fundur um þá uppbygginguna sem í gangi er á Siglufirði var haldinn á Rauðku í gær þar sem fullt var út úr dyrum. Voru þar mættir þeir Valtýr Sigurðsson, Edwin Roald, Einar Hrafn Hjálmarsson og Róbert Guðfinnsson til að fræða menn um stöðu mála og þá ekki sýst hvaða framtíðarsýn menn hafa á Fjallabyggð. Fundarstjóri var Steinunn María Sveinsdóttir, tilvonandi formaður bæjarráðs. Valtýr hóf fundinn með stuttum inngang um þau yfirgripsmiklu verkefni sem ráðist hefur verið í á svæðinu.

Fundurinn var afar yfirgripsmikill og að honum loknum var ekki betur að sjá en að fundargestir væru hinir ánægðustu enda auðséð að mörg verkefni eru í sigtinu á næstu árum. Berlega kom í ljós að miklir möguleikar verða fyrir ungt og menntað fólk að flytja til Fjallabyggar og takast á þau fjölmörgu verkefni sem nú eru að verða til og þá gríðarlegu möguleika sem þeim fylgja í afleiddum störfum. 

Frá fundinum

Frá fundinum

Við munum fjalla nánar um málefni fundarinns í fleiri greinum hér á Sigló.is.


Athugasemdir

23.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst