Fjallabyggðarvika

Fjallabyggðarvika N4 Sjónvarp Norðurlands hefur undanfarna tekið upp efni bæði á Siglufirði og Ólafsfirði í tilefni sérstakrar Fjallabyggðarviku sem

Fréttir

Fjallabyggðarvika

Hilda Jana og Sindri
Hilda Jana og Sindri
N4 Sjónvarp Norðurlands hefur undanfarna tekið upp efni bæði á Siglufirði og Ólafsfirði í tilefni sérstakrar Fjallabyggðarviku sem verður á sjónvarpsstöðinni í næstu viku.




Eins og svo margt annað í dag tengist þetta opnun ganganna, þetta er flott kynning sem Fjallabyggð er að fá og ætti að trekkja að forvitna ferðalanga.

Hilda Jana Gísladóttir, dagskrárgerðarmaður og Sindri Þór Sverrisson, tökumaður hafa undanfarna daga safnað að sér efni sem verður svo sýnt alla næstu viku.

N4 rekur öfluga framleiðsludeild þar sem framleitt er innlent sjónvarpsefni, kynninga- og auglýsingaefni, en að auki sér framleiðsludeild um upptökur og beinar útsendingar á viðburðum víða um land, þannig að við megum eiga von á góðri umfjöllun um bæinn okkar.

Þeir sem ekki geta nálgast dagskrá N4 í gegnum dreifikerfi Digital Ísland á rás 15 á UHF tíðni, eiga að geta séð dagskránna á n4.is.

Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst