Fjölmennur borgarafundur
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 14.10.2010 | 09:52 | Bergþór Morthens | Lestrar 1102 | Athugasemdir ( )
Mikil fjöldi fólks kom saman á borgarafundi sem haldin var til þess að sýna samstöðu með starfsmönnum Heilbrigðisstofnunar Fjallabyggðar og mótmæla fyrirhuguðum niðurskurði.
Allinn var troðfullur, hvert sæti var skipað og mátti greina mikla óánægju með áætlanir yfirvalda.
Heilbrigðismál á Siglufirði hafa verið töluvert í deiglunni og hefur niðurskurður staðið yfir undanfarin tvö ár en nú ríður um þverbak.
Samtals á að skera niður á sjúkrasviði um rúmar 90 milljónir á þessu ári og bætist það við niðurskurð fyrri ára.
Þetta hefur í för með sér fækkun stöðugilda og uppsagnir á starfsmönnum. Það er dapurlegt að horfa upp á þennan mikla niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, niðurskurð sem virðist byggður á útreikningum úr excel skjölum og mannlegi þátturinn reiknast ekki í þannig skjölum.
Ef þessi áform ganga eftir er ljóst að áhrifin á samfélagið verða gríðarleg enda um einn af stærri vinnustöðum bæjarins að ræða.
Þarna er mikið af hæfu fólki að vinna þannig að við erum sennilega að horfa upp á mikinn mannauð hverfa úr bænum.
Það gleymist kannski í þessari umræðu að starfsfólkið á maka og börn sem fylgja þeim einnig úr bænum.
Höggið yrði því mikið fyrir bæjarfélagið og vandséð er hvernig Heilbrigðisstofnunin nær sér eftir svona bylmingshögg.
Ef að þetta eru ekki mál sem hafin eru yfir póltíska bull og skotgrafaumræðu þá eru þau vandfundin.
Bæjarbúar sýndu samstöðu í gærkvöld, nú er komið að þingmönnum og ráðamönnum.
Þetta er ekki boðlegt.
Fleiri myndir frá fundinum koma seinna í dag.
Allinn var troðfullur, hvert sæti var skipað og mátti greina mikla óánægju með áætlanir yfirvalda.
Heilbrigðismál á Siglufirði hafa verið töluvert í deiglunni og hefur niðurskurður staðið yfir undanfarin tvö ár en nú ríður um þverbak.
Samtals á að skera niður á sjúkrasviði um rúmar 90 milljónir á þessu ári og bætist það við niðurskurð fyrri ára.
Þetta hefur í för með sér fækkun stöðugilda og uppsagnir á starfsmönnum. Það er dapurlegt að horfa upp á þennan mikla niðurskurð í heilbrigðiskerfinu, niðurskurð sem virðist byggður á útreikningum úr excel skjölum og mannlegi þátturinn reiknast ekki í þannig skjölum.
Ef þessi áform ganga eftir er ljóst að áhrifin á samfélagið verða gríðarleg enda um einn af stærri vinnustöðum bæjarins að ræða.
Þarna er mikið af hæfu fólki að vinna þannig að við erum sennilega að horfa upp á mikinn mannauð hverfa úr bænum.
Það gleymist kannski í þessari umræðu að starfsfólkið á maka og börn sem fylgja þeim einnig úr bænum.
Höggið yrði því mikið fyrir bæjarfélagið og vandséð er hvernig Heilbrigðisstofnunin nær sér eftir svona bylmingshögg.
Ef að þetta eru ekki mál sem hafin eru yfir póltíska bull og skotgrafaumræðu þá eru þau vandfundin.
Bæjarbúar sýndu samstöðu í gærkvöld, nú er komið að þingmönnum og ráðamönnum.
Þetta er ekki boðlegt.
Fleiri myndir frá fundinum koma seinna í dag.
Athugasemdir