Framtíð malarvallarins
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 03.08.2010 | 15:00 | Bergþór Morthens | Lestrar 1035 | Athugasemdir ( )
Á miðvikudag n.k. rennur út frestur til andmæla vegna deiliskipulags á Siglufirði og hér er eitt mál sem brennur meira á mönnum en önnur og sitt sýnist hverjum.
Það er breyting á deiliskipulagi malarvallarins, sem varðar einnar hæðar íbúðabyggð á svæði, sem þó er markað sem miðsvæði og liggur þannig fyrir samþykki nú, en ekki sem svæði undir íbúðabyggð.
Fyrirhugaðar eru lágreistar byggingar á svæðinu eru og er það í andstöðu við skilgreiningu á miðsvæði bæjar. Hér virðist því vera um breytingu á skilgreiningu svæðisins að ræða.
Þessar framkvæmdir voru samþykktar hér sem óverulegar breytingar á deiliskipulagi en voru sendar til föðurhúsanna af skipulagstofnun og kynningar var krafist.
Það hefur þó ekki farið mikið fyrir þeirri kynningu og nú virðist sú staða vera komin upp að þeir sem ekki mótmæla fyrirliggjandi deiliskipulagi séu því samþykkir.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar auglýsti skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur:
Túngata 15-23 og Eyrargata 26-30 á Siglufirði (samþykkt í bæjarstjórn 9. mars 2010)
Skipulagshugmyndin gengur út á að þétta byggð með því að koma fyrir tveimur raðhúsum og þremur parhúsum og einu einbýlishúsi miðsvæðis á Siglufirði. Gert er ráð fyrir fjórum íbúðum í hvoru raðhúsi og því alls 15 nýjum íbúðum á svæðinu. Samþykkt í bæjarstjórn 9. mars 2010.
Athugasemdir við skipulagstillögurnar skulu berast til skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins í síðasta lagi 4. ágúst 2010 og skulu þær vera skriflegar.
Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests, telst vera samþykkur henni.
Mörgum finnst þetta orðalag auglýsingarinnar undarlegt og finnst það skrýtið form af lýðræði að Skipulagstofnun eða bæjaryfirvöld hafi rétt til þess að ákveða að þeir, sem ekki hafa kynnt sér málið, eru fjarri góðu gamni, hlutlausir eða treysta sér ekki vegna þekkingarleysis á málinu í bréfleg andmæli, séu þessu samþykkir.
Íbúar hafa því efnt til mótmæla gegn fyrirliggjandi deiliskipulagi og safna nú undirskriftum.
Eftirfarandi texti er tekin af andmælablaði gegn deiliskipulaginu og geta áhugasamir skrifað undir á bensínstöðinni:
- Fyrirhugaðar lágreistar byggingar eru í andstöðu við skilgreiningu á miðsvæði bæjar og algeru ósamræmi við umhverfi gamalgróins bæjar.
- Áætlað nýtingarhlutfall lóðar er mjög hátt og minnir fremur á vinnubúðasvæði en vinalegt íbúðahverfi.
- Mikilvægt er að bæjarstjórnendur hafi frumkvæði að því að móta þarna vistlegan almenningsgarð meðan ekki er byggt samkvæmt skilgreiningu aðalskipulags. Ef til húsbygginga kæmi yrðu þær fáar og í samræmi við húsagerð í grenndinni.
- Í almenningsgarði í miðjum bæ væri leikvöllur með aðstöðu fyrir hinar fjölbreytilegustu íþróttir barna. Þar verði einnig svolítil tjörn, mikill gróður og fyrir hendi möguleikar á frekari þróun svæðisins í þágu íbúanna og aðlaðandi ásýndar miðbæjarins.
Við undirrituð erum ósammála þeirri breytingu á deiliskipulagi Fjallabyggðar sem snertir notkun gamla fótboltavallarins á ( Túngötu 15-23 og Eyrargötu 26-30 á Siglufirði. Í stað ofnýtingar svæðisins með lágreistum og fábreytilegum húsum viljum við vísa á tillögur að almenningsgarði sem fylgja þessum undirskriftalista.
Ný tillaga að útivistarsvæði í stað þeirra íbúða sem fyrirhugað er að byggja:
Þessi tillaga gerir ráð fyrir útivistarsvæði, teikningin er unnin af Jóni Steinari Ragnarssyni.
Núverandi deiluskipulag kostaði Reisum og var það unnið af Ómari Ívarssyni skipulagsráðgjafa hjá X2. Tillögu Reisum má skoða hér.
Tengdar fréttir : Hér og hér.
Það er breyting á deiliskipulagi malarvallarins, sem varðar einnar hæðar íbúðabyggð á svæði, sem þó er markað sem miðsvæði og liggur þannig fyrir samþykki nú, en ekki sem svæði undir íbúðabyggð.
Fyrirhugaðar eru lágreistar byggingar á svæðinu eru og er það í andstöðu við skilgreiningu á miðsvæði bæjar. Hér virðist því vera um breytingu á skilgreiningu svæðisins að ræða.
Þessar framkvæmdir voru samþykktar hér sem óverulegar breytingar á deiliskipulagi en voru sendar til föðurhúsanna af skipulagstofnun og kynningar var krafist.
Það hefur þó ekki farið mikið fyrir þeirri kynningu og nú virðist sú staða vera komin upp að þeir sem ekki mótmæla fyrirliggjandi deiliskipulagi séu því samþykkir.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar auglýsti skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur:
Túngata 15-23 og Eyrargata 26-30 á Siglufirði (samþykkt í bæjarstjórn 9. mars 2010)
Skipulagshugmyndin gengur út á að þétta byggð með því að koma fyrir tveimur raðhúsum og þremur parhúsum og einu einbýlishúsi miðsvæðis á Siglufirði. Gert er ráð fyrir fjórum íbúðum í hvoru raðhúsi og því alls 15 nýjum íbúðum á svæðinu. Samþykkt í bæjarstjórn 9. mars 2010.
Athugasemdir við skipulagstillögurnar skulu berast til skipulags- og byggingarfulltrúa sveitarfélagsins í síðasta lagi 4. ágúst 2010 og skulu þær vera skriflegar.
Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillögurnar innan tilskilins frests, telst vera samþykkur henni.
Mörgum finnst þetta orðalag auglýsingarinnar undarlegt og finnst það skrýtið form af lýðræði að Skipulagstofnun eða bæjaryfirvöld hafi rétt til þess að ákveða að þeir, sem ekki hafa kynnt sér málið, eru fjarri góðu gamni, hlutlausir eða treysta sér ekki vegna þekkingarleysis á málinu í bréfleg andmæli, séu þessu samþykkir.
Íbúar hafa því efnt til mótmæla gegn fyrirliggjandi deiliskipulagi og safna nú undirskriftum.
Eftirfarandi texti er tekin af andmælablaði gegn deiliskipulaginu og geta áhugasamir skrifað undir á bensínstöðinni:
- Fyrirhugaðar lágreistar byggingar eru í andstöðu við skilgreiningu á miðsvæði bæjar og algeru ósamræmi við umhverfi gamalgróins bæjar.
- Áætlað nýtingarhlutfall lóðar er mjög hátt og minnir fremur á vinnubúðasvæði en vinalegt íbúðahverfi.
- Mikilvægt er að bæjarstjórnendur hafi frumkvæði að því að móta þarna vistlegan almenningsgarð meðan ekki er byggt samkvæmt skilgreiningu aðalskipulags. Ef til húsbygginga kæmi yrðu þær fáar og í samræmi við húsagerð í grenndinni.
- Í almenningsgarði í miðjum bæ væri leikvöllur með aðstöðu fyrir hinar fjölbreytilegustu íþróttir barna. Þar verði einnig svolítil tjörn, mikill gróður og fyrir hendi möguleikar á frekari þróun svæðisins í þágu íbúanna og aðlaðandi ásýndar miðbæjarins.
Við undirrituð erum ósammála þeirri breytingu á deiliskipulagi Fjallabyggðar sem snertir notkun gamla fótboltavallarins á ( Túngötu 15-23 og Eyrargötu 26-30 á Siglufirði. Í stað ofnýtingar svæðisins með lágreistum og fábreytilegum húsum viljum við vísa á tillögur að almenningsgarði sem fylgja þessum undirskriftalista.
Ný tillaga að útivistarsvæði í stað þeirra íbúða sem fyrirhugað er að byggja:
Þessi tillaga gerir ráð fyrir útivistarsvæði, teikningin er unnin af Jóni Steinari Ragnarssyni.
Núverandi deiluskipulag kostaði Reisum og var það unnið af Ómari Ívarssyni skipulagsráðgjafa hjá X2. Tillögu Reisum má skoða hér.
Tengdar fréttir : Hér og hér.
Athugasemdir