Frétt frá 10. bekk-Neyðarpakki til hamfarasvæða
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 21.11.2009 | 19:08 | | Lestrar 901 | Athugasemdir ( )
Fyrirtækið SiglÓl í samstarfi við sjávarlíftæknifyrirtækið MarinAgra og rannsóknarstofu í hagnýtri örverufræði við Háskólann á Akureyri hefur að undanförnu verið að þróa leið til þess að nýta fiskislóg, en þetta er í fyrsta skiptið sem að unnin er vara til manneldis úr því. Þeir kalla þessa vöru Neyðarpakka frá Tröllaskaga og er hann ætlaður við neyðaraðstoð á átaka- og hamfarasvæðum.
Helstu próteinvörur sem að hamfarasvæðin fá eru aðallega unnar úr jurtaefnum og er mikill skortur á einhverju unnið úr fiski. Sumt fólk borðar jafnvel ekki fisk þannig að bragðefnum, rúgmjöli o.fl. hefur verið bætt við þannig að þetta smakkist öðruvísi. En í pakka þessum er dagskammtur af tilbúinni próteinríkri fæðu. Umbúðirnar gera hana mjög geymsluþolna og geta þolað 18 mánuði hvar sem er, án þess að varan eyðileggist.
Við Guðný Eygló, Eva Dögg og Halldóra Freyja fórum og kíktu í heimsókn til þeirra og þar var okkur sýnt allt frá toppi til táar sem að viðkemur þessum Neyðarpakka. Okkur var t.d. sýnt lifur ofan í kari og ef satt skal segja var lyktin mjög fráhrindandi. Okkur finnst þessi pakki vera alveg rosalega góð hugmynd hjá þeim, óskum við þeim góðs gengis og þökkum kærlega fyrir okkur.
Kveðja 10.bekkur.
Helstu próteinvörur sem að hamfarasvæðin fá eru aðallega unnar úr jurtaefnum og er mikill skortur á einhverju unnið úr fiski. Sumt fólk borðar jafnvel ekki fisk þannig að bragðefnum, rúgmjöli o.fl. hefur verið bætt við þannig að þetta smakkist öðruvísi. En í pakka þessum er dagskammtur af tilbúinni próteinríkri fæðu. Umbúðirnar gera hana mjög geymsluþolna og geta þolað 18 mánuði hvar sem er, án þess að varan eyðileggist.
Við Guðný Eygló, Eva Dögg og Halldóra Freyja fórum og kíktu í heimsókn til þeirra og þar var okkur sýnt allt frá toppi til táar sem að viðkemur þessum Neyðarpakka. Okkur var t.d. sýnt lifur ofan í kari og ef satt skal segja var lyktin mjög fráhrindandi. Okkur finnst þessi pakki vera alveg rosalega góð hugmynd hjá þeim, óskum við þeim góðs gengis og þökkum kærlega fyrir okkur.
Kveðja 10.bekkur.
Athugasemdir