Fuglaskoðun grunnskólanema á Siglufirði
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 20.04.2009 | 16:54 | | Lestrar 379 | Athugasemdir ( )
Þeir hafa löngum verið duglegir kennararnir við Grunnskólann á Siglufirði við að fara með krakkana í skoðunarferðir um Siglufjörð. Þar bera hæst fuglaskoðunarferðirnar.
Í dag var Guðný Róbertsdóttir kennari með einn bekkinn í slíkri ferð frammi við Leirarnar.
Grant skoðað
Krakkarnar full af spenningi við verkefnið, ská hjá sér fuglategundirnar sem þau sáu og fóru jafnvel út á sandinn til að skoða það æti sem fuglarnir sækja í.
Sumir (tveir strákar) slettu smávegis úr klaufunum og hlupu út í grunnan sjóinn þarna á svæðinu.
Verkefni skólans varðandi fuglaskoðunina hefur hlotið athygli langt út fyrir landsteinana, meðal annars verið fjallað um það hjá BBC í Englandi.
Í dag var Guðný Róbertsdóttir kennari með einn bekkinn í slíkri ferð frammi við Leirarnar.
Grant skoðað
Krakkarnar full af spenningi við verkefnið, ská hjá sér fuglategundirnar sem þau sáu og fóru jafnvel út á sandinn til að skoða það æti sem fuglarnir sækja í.
Sumir (tveir strákar) slettu smávegis úr klaufunum og hlupu út í grunnan sjóinn þarna á svæðinu.
Verkefni skólans varðandi fuglaskoðunina hefur hlotið athygli langt út fyrir landsteinana, meðal annars verið fjallað um það hjá BBC í Englandi.
Athugasemdir