Fundað um Tröllaskagahring

Fundað um Tröllaskagahring Í frétt á heimasíðunni Feykir.is segir frá fundi hagsmunaaðila í ferðaþjónustu við Tröllaskagann þ.e. Skagafirði, Fjallabyggð

Fréttir

Fundað um Tröllaskagahring

Mynd: Bandaríska geimferðastofnunin, NASA
Mynd: Bandaríska geimferðastofnunin, NASA
Í frétt á heimasíðunni Feykir.is segir frá fundi hagsmunaaðila í ferðaþjónustu við Tröllaskagann þ.e. Skagafirði, Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð.

Þessir hagsmunaaðilar funduðu í síðustu viku á Brimnes hóteli á Ólafsfirði um þá möguleika sem myndast í ferðaþjónustu með tilkomu Héðinsfjarðarganga.



Frummælendur voru Freyr Antonsson hjá Bátaferðum sem hafði frumkvæði að þessum fundi og Ásbjörn Björgvinsson frá Markaðsstofu ferðamála á norðurlandi en markvisst var rætt um Tröllaskagann sem komandi ferðamannastað með aukningu umferðar erlenda sem innnlenda ferðamanna.

Að mati Freys er mikið verk óunnið og focusinn ennþá full þröngsýnn og markaður af hreppamörkum, hjá þessum aðilum en það þyrfti að kynna þennan möguleika að hægt sé að aka Tröllaskagahringinn allt árið. -Við þurfum verkefnastjóra sem getur horft á Tröllaskagann með góða yfirsýn og unnið út frá því hvernig er best að koma þessum hring inn í hringferð ferðamanna um Ísland.

Í ræðu sinni á fundinum sagði Freyr að sveitafélögin á svæðinu, ferðaþjónustuaðilar, Vaxtarsamningur ásamt Íslandsstofu þyrftu að leggja fé í verkefnið. Ráðinn verði verkefnastjóri sem hafi yfirumsjón með verkefninu og vinni með Markaðsstofu ferðamála á Norðurlandi undir stjórn Ásbjörns Björgvinssonar.

Tillaga Freys var að sveitarfélög setji 1.000.000 – 1.500.000 krónur hvert í verkefnið, ferðaþjónustaðilar 10.000 hvert í verkefnið, Vaxtarsamningar 500.000 hver í verkefnið, Íslandsstofa 1.000.000, Vegagerðin 2.000.000 sem samtals gerir allt að kr. 9.000.000.

Feykir.is, 7. september 2010




Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst