Glæsilegu Pæjumóti lokið

Glæsilegu Pæjumóti lokið Pæjumótið sem fram fór um helgina tókst glæsilega upp og stóð Róbert Haraldsson mótsstjóri við stóru orðin og mótið eitt af þeim

Fréttir

Glæsilegu Pæjumóti lokið

Pæjumótið
Pæjumótið
Pæjumótið sem fram fór um helgina tókst glæsilega upp og stóð Róbert Haraldsson mótsstjóri við stóru orðin og mótið eitt af þeim flottari. Bærinn var fullur af glöðum knattspyrnustúlkum og aðstandendum sem settu skemmtilegan svip á mannlífið.

Hólsvöllurinn skartaði sínu fegursta alla helgina og var glæsilegt að líta yfir mótssvæðið þegar mótið var í fullum gangi. Leikið var á átta völlum og leikirnir um 150 hvern dag.

Framkvæmd mótsins gekk vel upp og má þar þakka góðu skipulagi og frábæru vinnuframlagi fjölda sjálfboðaliða, en án þeirra væri erfitt að halda mót af þessari stærðargráðu.

96 lið mættu til leiks þetta árið þannig að það voru um þúsund keppendur og því í nógu að snúast fyrir mótshaldara.

Róbert Haraldsson mótsstjóri sagði í samtali við siglo.is að mótið hefði gengið vel upp og að sjálfsögðu hefði veðrið átt sinn þátt og hjálpað mikið til. Allir sem komu að mótinu hefðu staðið sig eins og hetjur, hvort sem það hefði verið samlokugerð, dómgæsla eða uppvask. Allir hefðu lagt sitt af mörkum og vildi hann koma þökkum á framfæri til allra þeirra sem komu að mótinu á einn eða annan hátt.

Róbert vildi þó koma því á framfæri að hann væri ekki sáttur við aðkomu bæjaryfirvalda að þessum stóra íþróttaviðburði sem dregur mörg þúsund manns í bæinn. Vildi Róbert meina að bæjaryfirvöld hefðu lagt lítið af mörkum til þess að styðja við mótið, en hann bætti því þó við að hann hefði rætt við bæjaryfirvöld og vel hefði verið tekið í erindi hans.

Pæjumótið tókst einstaklega vel upp þetta árið og bíða eflaust margir spenntir eftir næsta móti að ári liðnu.



Stúlkurnar í 5. flokki b hjá KS/Leiftri stóðu sig heldur betur vel og sigruðu sinn riðil. Hér má sjá stelpurnar í leik gegn Víkingum frá Reykjavík og skora laglegt mark eftir langt innkast.



Spennan var oftar en ekki meiri hjá foreldrunum á hliðarlínunni en stúlkunum á vellinum. Þessi tóku virkan þátt og lifðu sig vel inn í leikinn.



Hólsdalurinn skartaði sínu fegursta og var einmunablíða alla helgina.



Markmaður og varnarmaður Stjörnunnar fylgjast með boltanum rétt sleikja stöngina eftir hörku skot frá leikmanni BÍ.



Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst