Skíðasvæðið í Skarðsdal opnar á morgun

Skíðasvæðið í Skarðsdal opnar á morgun Seint í gærkvöldi sá fréttamaður Sigló.is skarðsprinsinn sjálfan læðast með snjótroðarann uppí Skarð. Yndislegar

Fréttir

Skíðasvæðið í Skarðsdal opnar á morgun

Skíðaskálinn í Skarðsdal. Ljósmyndari; FYK
Skíðaskálinn í Skarðsdal. Ljósmyndari; FYK

Seint í gærkvöldi sá fréttamaður Sigló.is skarðsprinsinn sjálfan læðast með snjótroðarann uppí Skarð. Yndislegar fréttir hugsaði hann með sér, eitt símtal og Egill staðfesti áformin. Skíðasvæðið í Skarðsdal opnar á morgun, laugadaginn 6.nóvember, fyrst allra skíðasvæða á landinu og það verður meira að segja FRÍTT í lyfturnar þennan dag.

 

Gleðitíðindi fyrir skíðaunnendur á Siglufiðri og í nágrenni.

Fréttamaður laumaði sér uppí fjall í gær og smellti þessari mynd af skíðaskálanum en það má draga þá ályktun að starfsmenn Valló eigi nokkur skóflutökin eftir áður en þeir byrja að moka út pylsum og gosi úr skíðaskálanum. Engu að síður verður boðið uppá veitingar strax á morgun en einungis er þó stefnt að því að opna neðstu brekkuna.

Þær framkvæmdir sem ráðist var í á liðnu sumri við að slétta brekkurnar hafa skilað sér strax og er skíðasvæðið nú að opna mun fyrr en það gerði á síðasta ári. Hellingur er af snjó í fjallinu og brautin alveg þakin hvíta gullinu, en þó glittir enn í auða bletti utan brautar.

Nú er stutt fyrir Eyfirðinga að skella sér yfir og kanna aðstæður á Sigló.

http://skard.fjallabyggd.is/ 


Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst