Gleymum ekki því jákvæða – Siglfirðingar láta aldrei deigan síga

Gleymum ekki því jákvæða – Siglfirðingar láta aldrei deigan síga Á síðustu 10 árum hefur fjallabyggð upplifað nokkur stór áföll. Starfssemi SR hefur að

Fréttir

Gleymum ekki því jákvæða – Siglfirðingar láta aldrei deigan síga

Óli Jóns minnir á það jákvæða; FYK
Óli Jóns minnir á það jákvæða; FYK

Á síðustu 10 árum hefur fjallabyggð upplifað nokkur stór áföll. Starfssemi SR hefur að miklu leiti horfið, Rækjan hefur minnkað töluvert, togaraútgerð hefur dregist saman og verslanir hafa lagt upp laupana. Þenslan náði hvorki til Siglufjarðar né Ólafsfjarðar en við látum aldrei deigan síga.

 

Jákvætt er að bæjarbúar hafa ekki gefist upp þrátt fyrir þessar mótbárur. Starfsmenn SR vélaverkstæðis keyptu starfssemina þegar loka átti og reka nú sína eigin einingu. Bakvinnsla hefur hafist hjá SPS og skapað nokkuð mörg störf, rækjan hefur farið aftur af stað hjá Ramma. Hér eru einnig framleiddir smábátar hjá Siglufjarðar Seig, það hefur verið byggt við sjúkrahúsið, Héðinsfjarðargöng opna, söfnin hafa blómstrað og enn er vona á fleiru og Rauðka hófst handa við uppbyggingu við smábátahöfnina.

Var þetta meðal þess sem Ólafur Jónsson benti á í ræðu sinni á fundinum í ráðhúsinu í gær.


Siglfirðingar láta aldrei deigan síga.


Athugasemdir

19.apríl 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst