Gullkista Siglfirðinga

Gullkista Siglfirðinga Unaðsreitur og gullkista okkar Siglfirðinga var vettvangur 70 ára afmælisfagnaðar Skógræktarfélags Siglufjarðar.

Fréttir

Gullkista Siglfirðinga

Skógræktin 70 ára
Skógræktin 70 ára
Unaðsreitur og gullkista okkar Siglfirðinga var vettvangur 70 ára afmælisfagnaðar Skógræktarfélags Siglufjarðar.

Það var fjöldi manns sem lagði leið sína í rjóðrið við Leyningsá og fagnaði með Skógræktarfélaginu.
Skógræktarfélag Siglufjarðar var stofnað árið 1940 og hélt því uppá 70 ára afmæli sitt. Reyndar átti veislan að fara fram síðastliðið sumar en var frestað vegna veðurs.

Formaður félagsins Kristrún Halldórsdóttir bauð gesti velkomna í afmælisfagnaðinn og hélt stutta tölu um starfsemi félagsins.

Skógræktarfélaginu var afhentur peningastyrkur frá Fjallabyggð og var það Ingvar Erlingsson Forseti bæjarstjórnar sem afhenti Kristrúnu styrkinn.

Magnús Gunnarsson formaður Skógræktarfélags Íslands var mættur á svæðið ásamt Brynjólfi Jónssyni framkvæmdastjóra félagsins. Magnús talaði um mikilvægi þess að hlúa vel að þessari merku skógrækt sem er sú nyrsta á landinu.

Þá tóku við kaffiveitingar og skemmtiatriði og fengu allir eitthvað fyrir sinn snúð. Loks var farið í skógargöngu upp að fossinum. Nýverið var lagður fallegur göngustígur meðfram Leyningsá til þess að auðvelda aðgengi fólks að fossinum.

Það var fremur kalt í veðri þegar hátíðarhöldin fóru fram en gestir létu það ekki á sig fá og nutu dagsins í hlýlegu og fallegu umhverfi skógræktarinnar.



Kristrún Halldórsdóttir formaður Skógræktarfélags Siglufjarðar



Fjöldi fólks lagði leið sína í skógræktina







Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst