Kindur skapa hættu

Kindur skapa hættu Töluverð hæta skapaðist fyrir bíla sem óku í gegnum Strákagöng í áttina til Siglufjarðar. Það var nokkuð grjóthrun úr fjallinu vegna

Fréttir

Kindur skapa hættu

Rollur á rölti fyrir ofan gangamunnan
Rollur á rölti fyrir ofan gangamunnan
Töluverð hæta skapaðist fyrir bíla sem óku í gegnum Strákagöng í áttina til Siglufjarðar. Það var nokkuð grjóthrun úr fjallinu vegna þess að nokkrar kindur voru að rölta um fyrir ofan gangamunnann.

Það hrundi töluvert úr fjallinu undan kindunum og var mikil mildi að þeir bílar sem óku í gegn urðu ekki fyrir grjóthnullungum.

Lausaganga búfjár á vegum er víðtækt vandamál hér á landi sem haft hefur í för með sér slys og slysahættu og ógnað öryggi vegfarenda.

Vegurinn til Siglufjarðar er oft umsetinn rollum sem gæða sér á Lúpínum sem vaxa og dafna vel við vegarkantinn, spurning hvort að megi ekki slá þessa Lúpínu.


Athugasemdir

27.nóvember 2024

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst