Háfellsmenn við snyrtingu
sksiglo.is | Norðlenskar fréttir | 16.05.2009 | 00:01 | | Lestrar 419 | Athugasemdir ( )
Það falla stundum til fleiri verk en hin hefðbundnu. Í gær voru Háfellsmenn í óða og önn við tiltektir. Þeir voru að þrífa upp allskonar spýtur og rusl sem fokið hefur í
vetur um hvippinn og hvappinn eins og gengur, en er nú farið að koma í ljós og valda verulegri ópríði. Þeir sameinuðust um þrifnaðar herferð inni í Héðinsfirði á og í nánd við vinnusvæðin, meðfram vegum og svæðið umhverfis flugstöðvarbygginguna, þar sem bæði Háfellsmenn og Metrostav menn hafa verið með aðstöðu.Þá ver einnig tekið til hendinni umhverfis “Hótel Höfn” sem háfellsmenn eiga og hafa notað ásamt Metrostav mönnum, en þar var einnig verið að vinna við sund meðfram húsinu og við bílastæðið með vinnuvél.
Athugasemdir